- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Mánudaginn 21. nóvember 2016, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3. Mættir voru allir aðalfulltrúar. Einnig sat sveitarstjóri fundinn. Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Byggðakvóti 2016/2017, nánari útfærsla.
Þar sem fyrri afgreiðsla sveitarstjórnar var ófullnægjandi, samþykkir sveitarstjórn eftirfarandi útfærslu á úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016/2017:
5 tonn, 1/3 byggðakvótans skal deila jafnt milli þeirra skipa sem sækja um byggðakvóta og eiga heimahöfn í Grýtubakkahreppi.
10 tonn, 2/3 byggðakvótans skal skipta eftir aflamarki sömu skipa.
Að öðru leyti fer eftir reglugerð um úthlutun byggðakvóta nr. 641/2016.
2. Fjárhagsáætlun 2017 – 2020, síðari umræða, framhald.
Álagningarhlutfall gjalda hjá Grýtubakkahreppi 2017:
Útsvarsprósenta (hámark) 14,52%
Fasteignaskattur A 0,48%
(örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Grýtubakkahrepps)
Fasteignaskattur B (opinberar byggingar) 1,32%
Fasteignskattur C 1,50%
Vatnsskattur 0,25%
Lóðarleiga af fasteignamati lóða 0,75%
Fráveitugjald/holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar 0,25%
Aukavatnsgjald stórnotenda (fyrirtækja), rúmmálsgjald 16.50 kr/m3
Sorphirðugjald:
Íbúðir á Grenivík og sveitaheimili kr. 29.900.-
Sumarbústaðir utan Grenivíkur kr. 13.900.-
Endurvinnslutunnur eru losaðar á fjögurra vikna fresti og almennt sorp aðra hvora viku.
Sorphirðugjald fyrirtækja (þ.m.t. sveitabýla):
Flokkur 1 kr. 24.400.-
Flokkur 2 kr. 29.900.-
Flokkur 3 kr. 59.700.-
Flokkur 4 kr. 99.000.-
Flokkur 5 kr. 201.000.-
Hreppsnefnd skipar fyrirtækjum í flokka eftir stærð fyrirtækis og magni sorps.
Gjaldtaka fyrir losun seyru:
Rotþrær minni en 3.600 l kr. 7.300.-
Rotþrær 3.600 l og stærri kr. 11.500.-
Gjald fyrir eyðingu dýrahræja, lagt á heildarfjölda hverrar dýrategundar samkv. forðagæsluskýrslu:
Nautgripir 300 kr/grip Sauðfé og geitur 50 kr/grip
Hross 80 kr/grip Grísir 200 kr/grip
Gjalddagar:
7 gjalddagar frá 01.02.2016-01.08.2016 fyrir kr. 30.001.- og hærra
2 gjalddagar, 01.04.2016 og 01.06.2016 fyrir kr. 10.001-30.000.-
1 gjalddagi, 01.05.2016 fyrir lægra en kr. 10.000.-
Umræðu frestað.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20.30
Ásta F. Flosadóttir