Sveitarstjórnarfundur nr. 341

05.12.2016 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 341

Mánudaginn 5. desember 2016,  kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3.  Mættir voru allir aðalfulltrúar nema Margrét Melstað sem boðaði forföll, í hennar stað var mætt Margrét Ösp Stefánsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.  Fundurinn hófst kl. 17:00.

 

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fjárhagsáætlun 2017 – 2020, síðari umræða, framhald.

            Sveitarstjórn staðfestir álagningarprósentur gjalda 2017, svo sem bókað var í fundargerð 340. fundar. 

Lokið við fjárfestingaráætlun.  Síðari umræðu um fjárhagsáætlun framhaldið á næsta fundi.

 

2.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 25. nóv. 2016.

            Fundargerðin lögð fram.

 

3.  Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 24. nóv. 2016.

            Fundargerðin lögð fram.

 

4.  Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 23. nóv. 2016.

            Fundargerðin lögð fram.

 

5.  Fundargerð atvinnu- og þróunarnefndar, dags. 26. sept. 2016.

            Fundargerðin lögð fram.

 

6.  Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar, dags. 30. nóv. 2016.

            Fundargerðin lögð fram.

 

7.  Fundargerð bókasafnsnefndar, dags. 29. nóv. 2016.

            Fundargerðin lögð fram.

 

8.  Erindi frá Aflinu, styrkbeiðni, dag. 1. des. 2016.

            Samþykkt að styrkja Aflið um 40 þús krónur.  Styrkurinn rúmast innan fjárhagsáætlunar.

 

9.  Erindi frá Mæðrastyrksnefnd Ak, Hjálparstarfi kirkjunnar, Hjálpræðishernum á Ak. og Rauða krossinum við Eyjafjörð, dags. 17. nóv. 2016.

            Samþykkt að styrkja málefnið um 40 þús krónur.  Styrkurinn rúmast innan fjárhagsáætlunar.

 

10.  Boð á hluthafafund í Flokkun Eyjafjarðar ehf., þann 9. des. 2016.

            Sveitarstjóri fer á fundinn f.h. sveitarstjórnar.          

 

11.  Samningur um ráðgjafarþjónustu við Akureyri.

            Samningur við Akureyrarbæ um ráðgjafaþjónustu rennur út nú um áramótin.  Sveitarstjórn lýsir yfir áhuga á að ganga til samninga við Akureyrarbæ um áframhaldandi þjónustu. 

 

12.  Laun sveitarstjórnar og nefnda, ákvörðun kjaradóms.

            Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir að fresta um sinn, að ákvörðun kjararáðs um hækkun þingfararkaups hækki laun sveitarstjórnar og nefnda hjá Grýtubakkahreppi.  Ákvörðun þessi verður endurskoðuð á næstu vikum/mánuðum, eftir því sem tilefni verður til, t.d. ef Alþingi fjallar um málið.  Framangreind bókun var áður samþykkt með tölvupóstum.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl.  20.08.

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.