- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 342
Mánudaginn 12. desember 2016, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Allir aðalfulltrúar voru mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fjárhagsáætlun 2017 – 2020, síðari umræða, framhald.
Almennar gjaldskrár staðfestar, verða birtar á heimasíðu hreppsins.
Fjárhagsáætlun 2017 – 2020, lykiltölur:
A-hluti sveitarsjóðs:
Í þúsundum kr. 2017 2018 2019 2020
Rekstrartekjur 365.788 373.104 380.566 388.177
Rekstrargjöld 372.703 377.524 385.624 394.220
Fjármagnsliðir 7.932 9.134 9.153 9.348
Rekstrarniðurstaða 1.017 4.714 4.095 3.306
Fjárfestingar nettó 15.125 28.200 49.700 16.200
Samstæða sveitarsjóðs (A+B-hluti):
Í þúsundum kr. 2017 2018 2019 2020
Rekstrartekjur 473.269 487.750 492.421 502.285
Rekstrargjöld 468.870 476.780 486.363 497.360
Fjármagnsliðir (1.870) (1.494) (1.293) (1.479)
Rekstrarniðurstaða 2.529 9.476 4.765 3.446
Fjárfestingar nettó 60.125 23.200 49.700 46.200
Fjárhagsáætlun samþykkt.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 17.40
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.