- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 344
Mánudaginn 23. janúar 2017, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Aðalfulltrúar voru mættir nema Ásta Flosadóttir sem boðaði forföll, í hennar stað var mættur Þórarinn Ingi Pétursson. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Dagskrá:
1. Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 6. jan. 2017.
Fundargerð lögð fram.
2. Skipun aðal- og varamanns í fulltrúaráð Eyþings 2017 - 2018.
Samþykkt að skipa Þröst Friðfinnsson sem aðalmann og Ástu Flosadóttur sem varamann.
3. Erindi frá Bæjarstjórn Akureyrar, dags. 13. jan. 2017, v. fýsileikakönnunar á kostum sameiningar sveitarfélaga við Eyjafjörð.
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps sér ekki ástæðu til að hefja vinnu við slíka könnun.
4. Minnispunktar frá hluthafafundi í Flokkun, dags. 13. jan. 2017.
Lagt fram.
5. Bygging leiguíbúða, undirbúningur.
Sigurbirni og Þresti falið að leita til hönnuða og vinna málið áfram.
Fundinn ritaði Margrét Melstað og fundi slitið kl. 19.04