- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 344
Mánudaginn 23. janúar 2017, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Aðalfulltrúar voru mættir nema Ásta Flosadóttir sem boðaði forföll, í hennar stað var mættur Þórarinn Ingi Pétursson. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Dagskrá:
1. Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 6. jan. 2017.
Fundargerð lögð fram.
2. Skipun aðal- og varamanns í fulltrúaráð Eyþings 2017 - 2018.
Samþykkt að skipa Þröst Friðfinnsson sem aðalmann og Ástu Flosadóttur sem varamann.
3. Erindi frá Bæjarstjórn Akureyrar, dags. 13. jan. 2017, v. fýsileikakönnunar á kostum sameiningar sveitarfélaga við Eyjafjörð.
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps sér ekki ástæðu til að hefja vinnu við slíka könnun.
4. Minnispunktar frá hluthafafundi í Flokkun, dags. 13. jan. 2017.
Lagt fram.
5. Bygging leiguíbúða, undirbúningur.
Sigurbirni og Þresti falið að leita til hönnuða og vinna málið áfram.
Fundinn ritaði Margrét Melstað og fundi slitið kl. 19.04
Túngötu 3, 610 Grenivík
Skrifstofan er opin mánudaga - fimmtudaga frá kl: 10:00-15:00 - Kt: 580169-2019