Sveitarstjórnarfundur nr. 345

06.02.2017 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 345

Mánudaginn 6. febrúar 2017, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Aðalfulltrúar  allir mættir.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 27. jan. 2017.

            Lögð fram.     

2.  Fundargerð svæðisskipulagsnefndar, dags. 12. des. 2016.

            Lögð fram.     

3.  Fundargerð atvinnu- og þróunarnefndar, dags. 25. jan. 2017.

            Lögð fram.  Í þriðja lið er rætt um daggæslu barna í sveitarfélaginu.  Sveitarstjóra falið að vinna að úrbótum í þjónustu dagvistarmála.               

4.  Erindi frá Hrafnhildi Ýr D. Vilbertsdóttur, styrkbeiðni v. átaksverkefnis, dags. 21. jan. 2017.

            Samþykkt að styrkja verkefnið um 20.000 kr.  Þetta rúmast innan fjárhagsáætlunnar.

5.  Vegvísir skv. bókun 1 í kjarasamningi kennara, staða á vinnu.

            Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála.  Grýtubakkahreppur er í samstarfi við Svalbarðsstrandarhrepp, Hörgársveit og Eyjafjarðarsveit um þessa vinnu.  Karl Frímannsson hefur verið ráðinn til að stýra verkinu.

6.  Laun kjörinna fulltrúa og nefnda hjá Grýtubakkahreppi.

            Með bókun á fundi sveitarstjórnar 5. desember 2016 var frestað að hækkun launa sveitarstjórnar og nefnda skv. ákvörðun kjararáðs 29. október 2016 kæmi til framkvæmda.

Sveitarstjórn samþykkir að halda viðmiðun launa sveitarstjórnar og nefnda við þingfararkaup en lækka prósentur og verða þær eftirfarandi:

Oddviti 8% fast og 1,6% fyrir hvern fund,
aðrir aðalfulltrúar 4% fast og 1,6% fyrir hvern fund,
varafulltrúar 2,4% fyrir hvern fund.
Formenn nefnda 1,2% fyrir hvern fund,
ritari nefndar 1% fyrir hvern fund,
aðrir nefndarmenn  0,8% fyrir hvern fund.

Þessi ákvörðun tekur gildi 1. janúar, 2017.  Hækkun launa sveitarstjórnar og nefnda verður með þessu móti 15,47% í stað rúmlega 44% hækkunar.

7.  Bygging leiguíbúða, undirbúningur.

            Samþykkt að byggja fjórar litlar raðhúsíbúðir og óska eftir verktaka í forvali.      

           

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20.00

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.