Sveitarstjórnarfundur nr. 346

21.02.2017 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 346

Þriðjudaginn 21. febrúar 2017, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Aðalfulltrúar  allir mættir.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Húsnæðismál, Benedikt Sigurðarson frkvstj. Búfesti hsf. kynnir hugmyndir félagsins.

            Benedikt Sigurðarson kom á fundinn undir þessum lið.  Benedikt fór yfir ýmsar hugmyndir varðandi íbúðabyggingar.  Málin rædd all ítarlega og þykja hugmyndirnar athygli verðar.

2.  Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 3. feb. 2017.

            Lögð fram.

3.  Fundargerðir stjórnar Eyþings, dags. 25. jan. 2017 og 15. feb. 2017.

            Lagðar fram.

4.  Erindi frá Atvinnuþróunarfélgi Eyjafjarðar, dags. 1. feb. 2017, hækkun framlaga.

            Samþykkt hækkað framlag Grýtubakkahrepps til AFE skv. áætlun frá AFE.  Gerður verður viðauki vegna þessa síðar ef þörf krefur.

5.  Erindi frá „Team Spark – Formula Student“, dags. 13. feb. 2017, styrkbeiðni.

            Erindinu hafnað.

6.  Erindi frá Benedikt Sveinssyni f.h. eigenda Sunnuhlíðar 7, dags. 15. feb. 2017, ósk um leyfi fyrir aðstöðuhúsi.

            Erindið ekki tilbúið til afgreiðslu.  Erindinu frestað og sveitarstjóra falið að afla frekari gagna.

7.  Erindi frá N4, dags. 7. feb. 2017, v. þáttarins „Að norðan“.

            N4 er að sækja um styrk til þáttagerðar.  Erindinu hafnað.

8.  Erindi frá Sambandi ísl. Sveitarfélaga, dags. 7. feb. 2017, íslandsmót iðn- og verkgreina.

            Lagt fram.

Oddviti leitar afbrigða til að taka lið nr. 9 á dagskrá.  Afbrigði samþykkt.

9. Umsókn frá Ásgeiri í Höfða ehf.  um gistileyfi á Grýtubakka I.
            Sveitarstjórn samþykkir erindið athugasemdalaust fyrir sitt leyti.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20.18

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.