Sveitarstjórnarfundur nr. 347

06.03.2017 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 347

Mánudaginn 6. mars 2017, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Aðalfulltrúar allir mættir nema Sigurbjörn sem kom kl. 17:30.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Bygging leiguíbúða, niðurstöður forvals.

            Þessum lið var seinkað á dagskrá og tekin á dagskrá eftir fimmta lið.  Margrét og Fjóla viku af fundi og varamenn; Heimir Ásgeirsson og Margrét Ösp Stefánsdóttir tóku þeirra sæti. 
Farið yfir niðurstöður forvals, Trégrip ehf var eini verktakinn sem gaf sig fram til að taka þátt í útboði.  Samþykkt að ganga til samninga við Trégrip ehf um byggingu 4 íbúða raðhúss.
Margrét og Fjóla komu aftur til fundar og varamenn viku.  Rætt var um staðsetningu hússins.  Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu að byggja húsið við austurenda Túngötu.

2.  Dagvistun, málefni leikskóla.

            Margrét Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri kom á fundinn.  Rætt um málefni leikskólans, starfsmannamál og þjónustu.  Sveitarstjórn hefur lýst yfir vilja til að auka þjónustu í dagvistarmálum í sveitarfélaginu.

3.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 24. feb. 2017.

            Fundargerðin lögð fram.

4.  Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 24. feb. 2017, v. breytingar á gistileyfi fyrir Grýtubakka 1.

            Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytinguna.

5.  Boð á aðalfund Flokkunar Eyjafjarðar ehf. sem verður haldinn 14. mars 2017.

            Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

6.  Atvinnumál, umræða.

            Atvinnumál rædd.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesinn upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 20.15.

Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.