Sveitarstjórnarfundur nr. 351

08.05.2017 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 351

Mánudaginn 8. maí 2017, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Aðalfulltrúar mættir nema Ásta F. Flosadóttir sem boðaðið forföll, Margrét Ösp Stefánsdóttir mætt í hennar stað.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2016, kynning.

            Lagður fram.

2.  Fundargerð byggingarnefndar, dags. 26. apríl 2017.

            Fundargerðin lögð fram.  Í lið nr. 1 er Kristni Ásmundssyni veitt leyfi fyrir viðbyggingu við fjós í Höfða 2, sveitarstjórn vísar málinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tímabil grenndarkynningar verði stytt að uppfylltum skilyrðum 3. mgr. 44. gr. sömu laga.        

3.  Fundargerð Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar, dags. 22. mars 2017.

            Fundargerð lögð fram.

4.  Fundarboð, á aðalfund Sparisjóðs Höfðhverfinga, sem haldinn verður 11. maí 2017.

            Samþykkt að Haraldur Níelsson fari með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.

5.  Fundarboð, á aðalfund Símey, sem haldinn verður 15. maí 2017.

            Lagt fram.

6.  Samningur um félagsþjónustu við Akureyrarbæ 2017 - 2019.

            Sveitarstjórn staðfestir samninginn dagsettan 30.03.2017.

7.  Úrgangsmál;  Samningur um losun rotþróa.

            Rætt um samning varðandi tæmingu rotþróa frá 19.12. 2000 sem unnið er eftir. Samskonar samningur er í gildi milli annarra sveitarfélaga í Eyjafirði og Gámaþjónustu Norðurlands ehf.

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir fyrir sitt leyti að samningnum verði sagt upp með samningsbundnum fyrirvara.  Sveitarstjóra falið að vinna að málinu á þeim grunni.

8.  Erindi frá Thomas Seiz, varðar áform um byggingu 2ja nýrra húsa að Nolli, dags. 20. apríl 2017.

            Sveitarstjórn vísar byggingaráformum að Nolli í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tímabil grenndarkynningar má stytta að uppfylltum skilyrðum 3. mgr. 44. gr. sömu laga. 

9.  Ársreikningur Grýtubakkahrepps 2016 lagður fram til samþykktar, síðari umræða.

            Lagður fram ársreikningur 2016, ásamt endurskoðunarskýrslu, skuldbindingayfirliti og staðfestingarbréfi stjórnenda.

Helstu niðurstöður eru í þús.kr.:

                                               Sveitarsjóður A hluti             A og B hluti saman

Rekstrartekjur alls                              356.470                                  471.220

Rekstrargjöld alls                               358.453                                  448.541

Fjám.tekjur og (fjármagnsgjöld)            6.736                                    (1.271)

Rekstrarniðurstaða (neikvæð)              4.752                                    21.407

 

Eigið fé í árslok                                                                                 416.960  (59,5%)

Ársreikningur samþykktur og undirritaður.  

 

Oddviti leitar afbrigða til að taka á dagskrá lið nr. 10.

            Afbrigði samþykkt.

10.  Skipulagsmál, lóðarmál við Kirkjustíg 1 – 3.

            Sveitarstjórn samþykkir að setja byggingaráform við Kirkjustíg 1 - 3 í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tímabil grenndarkynningar verði stytt að uppfylltum skilyrðum 3. mgr. 44. gr. sömu laga. 

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl.18:45.

Fundargerð ritaði Margrét Melstað.