- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 354
Mánudaginn 26. júní 2017, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Aðalfulltrúar allir mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 7. júní 2017.
Lögð fram.
2. Skipun stjórnarmanns í Útgerðarminjasafnið á Grenivík.
Samþykkt að Guðný Sverrisdóttir taki sæti í stjórn útgerðarminjasafnsins í stað Heimis Ásgeirssonar sem hefur óskað lausnar vegna anna.
3. Bygging leiguíbúða.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda.
4. Skólaskýrsla Grenivíkurskóla, 2016 – 2017.
Skýrslan lögð fram.
5. Málefni Sæness ehf, Jóhann Ingólfsson framkvstj. mætir á fundinn.
Jóhann fór yfir málefni Sæness ehf.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.15
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.