- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 355
Mánudaginn 21. ágúst 2017, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Aðalfulltrúar allir mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 30. júní 2017.
Fundargerðin lögð fram.
2. Fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 30. maí, 7. júní og 15. ágúst 2017.
Fundargerðirnar lagðar fram.
3. Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 14. ágúst 2017.
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerðir heilbrigðisnefndar Eyjafjarðar, dags. 6. apríl, 12. júní og 29. júní 2017.
Fundargerðirnar lagðar fram.
5. Fundargerð bygginganefndar, dags. 20. júní 2017.
Fundargerðin lögð fram. Í 1.lið er Grýtubakkahreppur að óska eftir byggingarleyfi fyrir 4 íbúðir.
6. Fundargerðir skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar, dags. 22. mars og 19. apríl 2017.
Fundargerðirnar lagðar fram.
7. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags, dags. 18. ágúst 2017.
Erindið samþykkt.
8. Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 4. júlí 2017, v. umsóknar um rekstrarleyfi, Grenivík Guesthouse.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd fyrir sitt leyti. Áður var leitað samþykkis í tölvupósti.
9. Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 9. ágúst 2017, v. samkomu- og áfengisleyfa fyrir Grenivíkurgleði.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd fyrir sitt leyti. Áður var leitað samþykkis í tölvupósti.
10. Erindi frá Eyþingi, dags. 25. júlí 2017, v. hlutafjáraukningar í Greiðri leið ehf.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í hlutafjáraukningu Greiðrar leiðar ehf. Hlutur Grýtubakkahrepps er 32.977 kr.
11. Erindi frá skólastjóra, dags. 5. júlí 2017, v. hádegisgæslu unglinga veturinn 2017-18.
Samþykkt að styrkja nemendur um 60.000 kr.
12. Erindi frá Viking Heliskiing, dags. 25. júlí 2017.
Sveitarstjórn samþykkir að ganga til viðræðna við Viking Heliskiing um uppbyggingu ferðaþjónustu í Grýtubakkahreppi. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
13. Boð á aukaaðalfund Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga þann 7. sept. 2017.
Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.
14. Boð á Menningarlandið 2017 – ráðstefnu um barnamenningu, í menningarhúsinu Bergi á Dalvík, 13. -14. sept. 2017.
Lagt fram.
15. Boð á málþing um íbúasamráð og þátttöku íbúa, þann 5. sept. 2017.
Lagt fram.
16. Boð á landsfund jafnréttisnefnda, þann 15. sept 2017.
Lagt fram.
17. Vandi sauðfjárbænda.
Sveitarstjórn bókar eftirfarandi samhljóða:
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps lýsir yfir þungum áhyggjum vegna boðaðra lækkana á verði til sauðfjárbænda í komandi sláturtíð.
Verði boðaðar verðlækkanir á afurðaverði til sauðfjárbænda nú í haust að veruleika er rekstrargrundvöllur sauðfjárbúa í landinu algerlega brostinn. Nú, annað árið í röð, standa sauðfjárbændur frammi fyrir verulegri tekjuskerðingu og á komandi hausti af þeirri stærðargráðu að ekkert mun standa eftir af tekjum búanna til greiðslu á launum, þegar kostnaður við framleiðsluna hefur verið greiddur. Laun bænda vegna búrekstrarins verða því engin. Miklir fjárhagsörðugleikar blasa við, sérstaklega skuldsettum bændum. Kemur tekjuskerðing augljóslega harðast niður á þeim sem nýlega hafa byrjað búskap. Afleiðingarnar verða hrun í búgreininni og í framhaldi af því stórfelld byggðaröskun þar sem sauðfjárrækt er víða undirstaða byggðar.
Sauðfjárbúskapur er mikilvæg atvinnugrein í Grýtubakkahreppi og hefur boðuð lækkun á verði til sauðfjárbænda gífurleg áhrif á afkomu margra heimila í Grýtubakkahreppi.
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps skorar á stjórnvöld, forystumenn bænda, sláturleyfishafa og aðra hlutaðeigandi að leita allra leiða til leysa þá grafalvarlegu stöðu sem uppi er.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.30.
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.