- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 356
Mánudaginn 4. sept. 2017, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Aðalfulltrúar allir mættir nema Ásta sem tafðist á síðustu stundu. Ásta var mætt við dagskrárlið nr. 9. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Vettvangsferð, nýbygging við Kirkjustíg.
Sveitarstjórn mætti á staðinn og skoðaði framkvæmdir.
2. Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 22. ágúst 2017.
Lagt fram.
3. Fundargerð bygginganefndar, dags. 18. ágúst 2017.
Lagt fram.
4. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 18. ágúst 2017, varðar kostnaðarþátttöku v. vinnu við kjarasamninga.
Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti, vísað til fjárhagsáætlanagerðar.
5. Erindi frá Vistbyggðaráði, boð á málstofu sem haldin verður 8. sept. 2017.
Lagt fram.
6. Auglýsing um Samgönguþing 2017, verður haldið 28. sept. 2017.
Lagt fram.
7. Boð á aðalfund Veiðifélags Fjarðarár, verður haldinn 11. sept. 2017.
Oddviti fer með umboð hreppsins á fundinum.
8. Opin svæði, útivist og skógrækt, umræða.
Sveitarstjórn hefur hug á því að taka inn í komandi skipulagsvinnu að skipuleggja útivistarsvæði í þorpinu, t.d. á blettinum milli Grýtu og Lækjarvalla.
9. Sala leiguðíbúða, Melgata 4b.
Íbúðin var auglýst til sölu og barst eitt tilboð. Þrátt fyrir að það sé nokkuð undir verðmati, telur sveitarstjórn rétt að fallast á það í ljósi viðhaldsþarfar íbúðarinnar. Sveitarstjóra falið að ganga frá sölu á grundvelli tilboðsins.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl.19:30.
Fundargerð ritaði Margrét Melstað.