- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 357
Mánudaginn 18. sept. 2017, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Aðalfulltrúar allir mættir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 1. sept. 2017.
Lögð fram.
2. Erindi frá Sýslumanni, dags. 7. sept. 2017., v. framl. rekstrarleyfis f. Setrið.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.
3. Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, dags. 11. sept. 2017, auglýsing umsókna um byggðakvóta.
Sveitarstjóra falið að sækja um byggðakvóta fyrir hönd sveitarfélagsins.
4. Boð á aðalfund Sæness ehf., sem haldinn verður 28. sept. 2017.
Samþykkt að oddviti fari með umboð fyrir Grýtubakkahrepp á fundinum.
5. Fjárhagsáætlun 2018 – 2021, forsendur og undirbúningur.
Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar og horfur í efnahagsmálum.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.20.
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.