- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 359
Mánudaginn 16. október 2017, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Allir aðalfulltrúar mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 27. sept. 2017.
Lögð fram.
2. Fundargerð byggingarnefndar, dags. 6. okt. 2017.
Lögð fram.
3. Boð á ársfund Umhverfisstofnunar, náttúrverndarnefnda og náttúrustofa, sem verður haldinn 9. nóv. 2017.
Lagt fram.
4. Boð á skólaþing sveitarfélaga, sem verður haldið 6. nóvember 2017.
Lagt fram.
5. Málefni Björgunarsveitar, lóðamál ofl.
Sveitarstjóra falið að ræða við stjórn björgunarsveitarinnar Ægis um framhald málsins.
6. Fjárhagsáætlun 2018 – 2021, fyrri umræða.
Farið yfir gjaldskrár. Umræðu frestað.
Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:00
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.