- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 362
Mánudaginn 27. nóvember 2017, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Allir aðalfulltrúar mættir nema Margrét Melstað sem var fjarverandi, í hennar stað mætti Þórarinn Ingi Pétursson. Einnig sat sveitarstjóri fundinn. Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð aðalfundar Eyþings, dags. 10.-11. nóv. 2017.
Fundargerðin lögð fram.
2. Fundargerðir kjörstjórnar, dags. 19. og 28. okt. 2017.
Fundargerðirnar lagðar fram.
3. Fundargerðir FRÆSK, dags. 31. maí og 22. nóv. 2017.
Fundargerðirnar lagðar fram.
4. Erindi frá Landgræðslu ríkisins, „Bændur græða landið“, dags. 13. nóv. 2017.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 50.000. Sá styrkur rúmast innan fjárhagsáætlunar.
5. Erindi frá Samanhópnum, styrkbeiðni, dags. 20. nóv. 2017.
Erindinu hafnað.
6. Erindi frá Hjartavernd, vegna verkefnisins „Finnum fólk í lífshættu“, dags. í nóv. 2017.
Erindinu hafnað.
7. Erindi frá Mæðrastyrksnefnd Ak., Hjálparst. kirkjunnar, Rauða krossinum og Hjálpræðishernum, „jólaaðstoð“, dags. 17. nóv. 2017.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 40.000. Sá styrkur rúmast innan fjárhagsáætlunar.
8. Erindi frá Aflinu, styrkbeiðni, dags. 20. nóv. 2017.
Samþykkt að styrkja Aflið um kr. 40.000. Sá styrkur rúmast innan fjárhagsáætlunar.
9. Erindi frá Magna, framtíðarsýn og húsnæðismál, dags. 17. nóv. 2017.
Ákveðið að fá forsvarsmenn Magna og björgunarsveitarinnar Ægis á fund til að ræða erindið frekar.
10. Trúnaðarmál.
Bókað í trúnaðarbók.
11. Fjárhagsáætlun 2018 – 2021, síðari umræða, framhald.
Álagningarhlutfall gjalda hjá Grýtubakkahreppi 2018:
Útsvarsprósenta (hámark) 14,52%
Fasteignaskattur A 0,48%
(örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Grýtubakkahrepps)
Fasteignaskattur B (opinberar byggingar) 1,32%
Fasteignskattur C 1,50%
Vatnsskattur 0,25%
Lóðarleiga af fasteignamati lóða 0,75%
Fráveitugjald/holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar 0,25%
Aukavatnsgjald stórnotenda (fyrirtækja), rúmmálsgjald 16.50 kr/m3
Sorphirðugjald:
Íbúðir á Grenivík og sveitaheimili kr. 29.900.-
Sumarbústaðir utan Grenivíkur kr. 13.900.-
Endurvinnslutunnur eru losaðar á fjögurra vikna fresti og almennt sorp aðra hvora viku.
Sorphirðugjald fyrirtækja (þ.m.t. sveitabýla):
Flokkur 1 kr. 24.400.-
Flokkur 2 kr. 29.900.-
Flokkur 3 kr. 59.700.-
Flokkur 4 kr. 99.000.-
Flokkur 5 kr. 201.000.-
Flokkur 6 kr. 500.000,-
Hreppsnefnd skipar fyrirtækjum í flokka eftir stærð fyrirtækis og magni sorps.
Gjaldtaka fyrir losun seyru:
Rotþrær minni en 3.600 l kr. 8.000.-
Rotþrær 3.600 l og stærri kr. 12.000.-
Gjald fyrir eyðingu dýrahræja, lagt á heildarfjölda hverrar dýrategundar samkv. forðagæsluskýrslu:
Nautgripir 300 kr/grip Sauðfé og geitur 50 kr/grip
Hross 80 kr/grip Grísir 200 kr/grip
Gjalddagar:
7 gjalddagar frá 01.02.2018-01.08.2018 fyrir kr. 30.001.- og hærra
2 gjalddagar, 01.04.2018 og 01.06.2018 fyrir kr. 10.001-30.000.-
1 gjalddagi, 01.05.2018 fyrir lægra en kr. 10.000.-
Framangreind hlutföll og gjöld samþykkt.
Gjaldskrár aðrar samþykktar, verða auglýstar á heimasíðu.
Farið yfir rekstrar- og fjárfestingaráætlun, síðari umræðu frestað.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20.36.
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.