- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 363
Fimmtudaginn 14. desember 2017, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Allir aðalfulltrúar mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 24. nóv. 2017.
Fundargerðin lögð fram.
2. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dags. 29. nóv. 2017 og fjárhagsáætlun 2018.
Fundargerðin lögð fram, fjárhagsáætlun staðfest, gert er ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun hreppsins.
3. Fundargerð bókasafnsnefndar, dags. 22. nóv. 2017.
Fundargerðin lögð fram.
4. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélga dags. 30. nóv. 2017, samþykkt stjórnar; „Í skugga valdsins“.
Er Samband ísl. Sveitarfélaga að beina því til sveitarstjórna að setja sér formlega stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar áreitni, enda sé slík hegðun ólíðandi með öllu. Sveitarstjórn tekur heilshugar undir erindið. Farið verður í heildarendurskoðun á siðareglum og samþykktum Grýtubakkahrepps í vor og verða þessar ábendingar m.a. hafðar til hliðsjónar við þá endurskoðun.
5. Byggðakvóti 2017/2018.
Með bréfi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis dags. 21. nóv. 2017, er byggðakvóta fiskveiðiárið 2017/2018 úthlutað til Grýtubakkahrepps, samtals 37 þorskígildistonnum.
Þar sem afla Grenivíkurbáta er almennt landað annarsstaðar og ekið til vinnslu á Grenivík, samþykkir sveitarstjórn að eftirfarandi reglur gildi um úthlutun byggðakvóta hreppsins:
12,3 tonnum, eða 1/3 hluta kvótans, skal deila jafnt milli þeirra skipa sem sækja um byggðakvóta og eiga heimahöfn í Grýtubakkahreppi.
24,7 tonnum, eða 2/3 hlutum kvótans, skal skipta í hlutfalli við úthlutað aflamark sömu skipa fiskveiðiárið 2017/2018.
Að öðru leyti fer eftir reglugerð um úthlutun byggðakvóta nr. 604/2017.
6. Viðauki við fjárhagsáætlun 2017, fjárfestingarhluti.
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir eftirfarandi viðauka við fjárfestingarhluta fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017;
Fjárfesting í byggingu leiguíbúða sem var áætluð kr. 45 millj., hækkar í kr. 57 millj., en byggingaframkvæmdir eru á undan áætlun. Mismuninum er mætt með handbæru fé, ekki kemur til lántöku vegna fjárfestinga á árinu eins og áætlað hafði verið.
7. Fjárhagsáætlun 2018 – 2021, síðari umræða, framhald.
Fjárhagsáætlun 2018 – 2021, lykiltölur:
A-hluti sveitarsjóðs:
Í þúsundum kr. 2018 2019 2020 2021
Rekstrartekjur 390.862 398.667 406.628 414.748
Rekstrargjöld 391.198 399.109 408.468 416.196
Fjármagnsliðir 2.478 9.610 9.808 10.021
Rekstrarniðurstaða 2.141 9.168 7.968 8.572
Fjárfestingarhreyfingar (5.830) (42.084) (34.899) (7.632)
Fjármögnunarhreyfingar (3.262) 5.878 8.469 (34.959)
Samstæða sveitarsjóðs (A+B-hluti):
Í þúsundum kr. 2018 2019 2020 2021
Rekstrartekjur 510.679 515.680 520.881 531.286
Rekstrargjöld 494.282 504.619 515.640 525.966
Fjármagnsliðir (7.067) (74) 574 709
Rekstrarniðurstaða 9.329 10.988 5.815 6.030
Fjárfestingarhreyfingar (27.600) (21.558) (37.200) (40.000)
Fjármögnunarhreyfingar 10.691 (22.786) 2.208 (11.404)
Handbært fé í árslok 36.082 29.816 33.819 22.207
Fjárhagsáætlun samþykkt.
Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.00.
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.