- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Mánudaginn 8. janúar 2018, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Aðalfulltrúar mættir nema Ásta F. Flosadóttir sem var fjarverandi. Í hennar stað mætti Þórarinn I. Pétursson, einnig sat sveitarstjóri fundinn. Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 15. des. 2017.
Fundargerð lögð fram.
2. Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 13. des. 2017.
Fundargerð lögð fram og sveitarstjórn Grýtubakkahrepps tekur undir bókun í 6. lið: „Stjórn Eyþings leggur áherslu á það hvað varðar hugmyndir um þjóðgarð á miðhálendi Íslands að raforkuflutningar og raforkuöryggi verði tryggt um land allt“.
3. Fundargerð stjórnar Markaðsst. Norðurlands, dags. 11. des. 2017.
Fundargerð lögð fram.
4. Fundargerð atvinnu- og þróunarnefndar, dags. 17. okt. 2017.
Fundargerð lögð fram.
5. Erindi frá Snorraverkefninu, dags. 20. nóvember 2017, styrkbeiðni.
Erindinu hafnað.
6. Erindi frá Landgræðslu ríkisins, dags. 12. des. 2017, endurheimt votlendis.
Lagt fram til kynningar.
7. Erindi frá Kristborgu Þórsdóttur, dags. 19. des. 2017, umsókn í Fornminjasjóð.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja þetta verkefni, fornminjarannsóknir í Fjörðum, með framlagi kr. 1.000.000,- ef Fornminjasjóður samþykkir að styrkja verkefnið. Ef af verður, þá verður gerður viðauki við fjárhagsáætlun, enda er svigrúm til staðar.
8. Lækkun kosningaaldurs og kjörgengis til sveitarstjórna, frumvarp til laga.
Sveitarstjórn telur að kosningaréttur og kjörgengi eigi að fylgja sjálfræðisaldri.
9. Miðgarðar 16, sala íbúðar.
Íbúðin var auglýst og bárust tvö tilboð. Tilboðin hljóðuðu upp á kr. 16.000.000,- og kr. 18.100.000,-. Sveitarstjóra er falið að ganga frá sölu á grundvelli hærra tilboðsins, á kr.18.100.000,-.
Fundi slitið kl. 19:15.
Fundargerð ritaði Margrét Melstað.