- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Mánudaginn 29. janúar 2018, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Allir aðalfulltrúar mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dags. 11. jan.. 2018 og skipulagslýsing vegna breytinga á svæðisskipulagi.
Fundargerðin lögð fram og eftirfarandi bókað:
Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024, breyting.
Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur unnið skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á svæðisskipulaginu vegna flutningslína raforku, Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í lýsingunni er gerð grein fyrir helstu forsendum, fyrirliggjandi stefnu, umfangi og áherslum umhverfismats áætlunarinnar og hvernig samráði og kynningu verður háttað. Svæðisskipulagsnefnd leggur lýsinguna fram til samþykktar sveitarstjórna allra sveitarfélaga á skipulagssvæðinu. Lýsingin verður síðan send umsagnaraðilum og kynnt almenningi og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta.
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir lýsinguna og felur svæðisskipulagsnefnd að kynna hana almenningi og öðrum hagsmunaaðilum.
2. Bréf frá Mannvirkjastofnun, dags. 4. jan. 2018, útrunnin brunavarnaráætlun.
Lagt fram. Brunavarnaráætlun er í umsagnarferli hjá Mannvirkjastöfnun.
3. Bréf frá Sýslumanni Norðurl-eystra, dags. 19. jan 2018, vinnulag afgreiðsla umsókna um rekstrarleyfi.
Lagt fram.
4. Lífeyrissjóðurinn Brú, uppgjör umframskuldbindinga v. Grýtubakkahrepps.
Brú lífeyrissjóður beinir kröfu að Grýtubakkahreppi vegna samkomulags um uppgjör lífeyrisskuldbindinga. Í sundurliðun uppgjörs vegna skuldbindinga og greiðslu launagreiðenda í jafnvægissjóð, lífeyrisauka- og varúðarsjóð, er skuldbinding hreppsins kr. 3.625.044,-.
Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra fullt umboð til að ganga frá skuldbindingum Grýtubakkahrepps með undurritun samkomulags um þessar greiðslur. Vegna þess hve skammur greiðslufrestur kröfunnar er, þykir sveitarstjórn rétt að setja fyrirvara um útreikning og réttmæti kröfunnar.
5. Lífeyrissjóðurinn Brú, uppgjör umframskuldbindinga v. Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Brú lífeyrissjóður beinir kröfu að Tónlistarskóla Eyjafjarðar (TE) vegna samkomulags um uppgjör lífeyrisskuldbindinga. Í sundurliðun uppgjörs vegna skuldbindinga og greiðslu launagreiðenda í jafnvægissjóð, lífeyrisauka og varúðarsjóð, er skuldbinding TE tæpar 33 mkr.
Rekstrarkostnaður TE hefur skipst milli aðildarsveitarfélaganna í hlutföllum sem liggja nálægt, fyrir Eyjafjarðarsveit 60%, og Hörgársveit og Grýtubakkahreppur um 20% hvort sveitarfélag.
Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra fullt umboð til að ganga frá skuldbindingum TE fyrir þess hönd í samstarfi við samstarfssveitarfélögin sem standa að TE. Vegna þess hve skammur greiðslufrestur kröfunnar er, þykir sveitarstjórn rétt að setja fyrirvara um útreikning og réttmæti kröfunnar.
6. Erindi frá stjórn Sunnu, félags sumarhúsaeigenda, dags. 22. jan. 2018.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
7. Reglur um frístundastyrk 2018.
Sveitarstjórn staðfestir framlagðar reglur um frístundastyrk 2018 og verða þær birtar á heimasíðu hreppsins.
8. Framkvæmdir 2017 og 2018, fjármögnun.
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 30.000.000,- til allt að 17 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til fjármögnunar hluta framkvæmda áranna 2017 og 2018 skv. fjárfestingaáætlun áranna, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Þresti Friðfinnssyni kt. 260861-2479, sveitarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grýtubakkahrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
9. Miðgarðar 16, sala íbúðar.
Ásta F. Flosadóttir og Fjóla V. Stefánsdóttir viku af fundi undir þessum lið og Margrét Ösp Stefánsdóttir og Oddný Jóhannsdóttir tóku þeirra sæti.
Íbúðin var auglýst og bárust 3 tilboð fyrir lok tilboðsfrests, 26. janúar s.l. Þau voru upp á kr. 17.600.000,-, kr. 18.020.000,- og kr. 18.100.000,-.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá sölu íbúðarinnar á grundvelli hæsta tilboðsins.
Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.00
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.