- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Þriðjudaginn 20. febrúar 2018, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Allir aðalfulltrúar mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 26.1.2018.
Fundargerðin lögð fram.
2. Fundargerð félagsmálanefndar, dags. 8. febrúar 2018.
Fundargerðin lögð fram.
3. Erindi frá Fallorku ehf., ósk um ábyrgð, dags. 7. feb. 2018.
Ákvörðun um að veita einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs til að undirrita lánssamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánssamningi vegna láns Fallorku ehf. frá Lánasjóði sveitarfélaga:
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Fallorku ehf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 650.000.000, með lokagjalddaga þann 5. desember 2032, í samræmi við skilmála að lánssamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánssamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Fallorka ehf. er 100% í eigu Norðurorku hf. Eignarhlutur Grýtubakkahrepps í Norðurorku hf. er 0,18% og er hlutdeild sveitarfélagsins í þessari ábyrgð því kr. 1.170.000.
Er lánið tekið til byggingar nýrrar 3,3 MW vatnsaflsvirkjunar í Glerá ofan Akureyrar, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Andra Teitssyni kt. 241266-3709, framkvæmdastjóra Fallorku ehf., veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grýtubakkahrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
4. Ferðaþjónusta í Grýtubakkahreppi, umræða.
Rætt m.a. um samning um afnotarétt á landi til þyrluskíðaferða.
Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:45
Ásta F. Flosadóttir ritaði fundargerð.