Sveitarstjórnarfundur nr. 376

13.08.2018 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 376

Mánudaginn 13. ágúst 2018, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Allir aðalfulltrúar mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. 

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 29. júní 2018.

            Lögð fram.                                  

2.  Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 27. júní 2018.

            Lögð fram.

3.  Fundargerðir byggingarnefndar, dags. 1. júní og 29. júní 2018.

            Fundargerðir lagðar fram.

Í lið 1.í fundargerð frá 1.júní er Ártún gistiþjónusta að fá breytta skráningu húsnæðis í tengslum við endurnýjun á gistileyfi. Í lið 1.í fundargerð frá 29.júní er Íþróttafélagið Magni og Björgunarsveitin Ægir að fá byggingarleyfi vegna nýbyggingar á vallar- og aðstöðuhúsi á lóð við knattspyrnuvöll. Í lið 2.í fundargerð frá 29.júní er Þórarinn Ingi Pétursson að fá byggingarleyfi vegna byggingar íbúðarhæðar ofan á eldra íbúðarhús á Grund. Þórarinn Ingi Pétursson vék af fundi undir þessum lið.

4.  Fundargerð stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafj., dags. 5. júlí 2018.

            Lögð fram.                                  

5.  Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 11. júlí 2018.

            Lögð fram.

6.  Erindi frá Norðurorku v. lántöku, dags. 25. júlí 2018.

            Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir að veita einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánsamningi vegna láns Norðurorku hf. frá Lánasjóði sveitarfélaga:

Sveitarfélagið Grýtubakkahreppur samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 2.600.000.000,  með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Eignarhlutur Grýtubakkahrepps í Norðurorku hf. er 0,1817% og er hlutdeild sveitarfélagsins í þessari ábyrgð því kr. 4.724.434.-

Er lánið tekið til  endurfjármögnun eldri skulda vegna fráveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Þresti Friðfinnsyni kt. 260861-2479, sveitarstjóra Grýtubakkahrepps veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grýtubakkahrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

7.  Boðun landsþings Sambands ísl. sveitarfélaga sem haldið verður 26. -28. sept. 2018.

            Lagt fram.

8.  Áfangastaðaáætlun Norðurlands, DMP.

            Lagt fram til kynningar.                                  

9.  Erindi frá Sveini Sigtryggssyni, heimild fyrir sumarhús, dags. 18. júlí 2018.

            Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti, enda verði gert deiliskipulag fyrir sumarhúsalóðir í Áshóli.  Sveitarfélagið vinnur einnig að breytingu á aðalskipulagi er lýtur að þessu svæði. Erindi var áður samþykkt á óformlegum fundi sveitarstjórnar 18.júlí 2018.

10.  Erindi frá Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur og Snorra Snorrasyni, landspilda úr landi Hvamms, Birkilundur, dags. 7. ágúst 2018.

            Sveitarstjórn samþykkir stofnun landspildunnar „Birkilundar“ úr landi Hvamms, skv. fyrirliggjandi uppdrætti.

11.  Skipun fjallskilastjóra Grýtubakkahrepps 2018 - 2022.

Þórarinn Ingi Pétursson var skipaður fjallskilastjóri 2018 – 2022. Þórarinn vék af fundi undir þessum lið.

12.  Samningar til staðfestingar:

       a. Samningur um skólaakstur

       Lagður fyrir samningur um skólaakstur til næstu tveggja ára við Önnu Báru Bergvinsdóttir frá 7.ágúst 2018. Samningurinn samþykktur.

       b. Ráðningarsamningur sveitarstjóra.

       Lagður fyrir ráðningarsamningur við Þröst Friðfinnsson. Samningurinn samþykktur.                                              

13.  Rjúpnalandið í Hvammi.

            Ákveðið að bjóða út rjúpnaveiði í Hvammslandi í haust.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.20:55.

Fundinn ritaði Margrét Melstað