- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Mánudaginn 8. október 2018, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Allir aðalfulltrúar voru mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 26. sept. 2018.
Fundargerð lögð fram.
2. Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 21. sept. 2018.
Fundargerð lögð fram.
3. Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 26. sept. 2018.
Fundargerð lögð fram.
4. Skipun í fulltrúaráð Eyþings til tveggja ára.
Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri verður fulltrúi Grýtabakkahrepps.
5. Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, endurnýjun samnings, dags. 21. sept. 2018.
Sveitarstjórn samþykkir að endurnýja samninginn til þriggja ára. Gjaldið pr.íbúa er kr. 500,- á ári.
6. Akureyrarflugvöllur, skýrlsa Eflu um uppbyggingaráætlun.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að Akureyrarflugvöllur fái strax sömu stöðu og Keflavíkurflugvöllur með nýrri eigendastefnu fyrir Isavia.
7. Boð á aðalfund Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, haldinn 10. okt. 2018.
Fjóla V Stefánsdóttir fer með umboð Grýtubakkahrepps á fundinum.
8. Ársskýrsla Grenivíkurskóla 2017 -2018.
Ljómandi fín skýrsla og upplýsandi.
9. Rjúpnalandið í Hvammi, yfirferð leigutilboða.
Tvo tilboð bárust eftir auglýsingu, annars vegar frá Ásgeiri í Höfða ehf og hins vegar frá Sævari Helgasyni og Ásgeiri Má Ásgeirssyni. Sveitarstjórn ákveður að taka hærra tilboðinu, kr. 550.100,- á ári frá Sævari Helgasyni og Ásgeiri Má Ásgeirssyni, fyrir árin 2018 og 2019.
10. Fjárhagsáætlun 2019 – 2022, fyrri umræða.
Farið yfir forsendur og umræða um fjárfestingar, fyrri umræðu frestað.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20:14.
Margrét Melstað ritaði fundargerð.