- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Mánudaginn 5. nóvember 2018, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Allir aðalfulltrúar voru mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 23. okt. 2018.
Fundargerð lögð fram.
2. Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 1. nóv. 2018.
Fundargerð lögð fram.
3. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 8. okt. 2018.
Fundargerð lögð fram.
4. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 23. okt. 2018.
Fundargerð lögð fram.
5. Erindi frá Umhverfisstofnun, boð á ársfund sem haldinn verður 8. nóv. 2018.
Sveitarstjóri fer á fundinn fyrir hönd Grýtubakkahrepps.
6. Erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, boð á Umhverfisþing sem haldið verður þann 9. nóv. 2018.
Sveitarstjóri mætir á þingið fyrir hönd Grýtubakkahrepps.
7. Erindisbréf nefnda Grýtubakkahrepps, yfirferð, framhald.
Erindisbréf Landbúnaðar- og umhverfisnefndar yfirfarið og staðfest.
8. Erindi frá HSÞ, endurnýjun rekstrarsamnings, dags. 19. okt. 2018, framhald.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
9. Fjárhagsáætlun 2019 – 2022, síðari umræða.
Farið yfir drög að fjárhagsáætlun. Umræðu frestað.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:10
Margrét Melstað ritaði fundargerð.