- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Mánudaginn 10. desember 2018, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Allir aðalfulltrúar voru mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags 30. nóv. 2018.
Fundargerð lögð fram.
2. Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 23. nóv. 2018.
Fundargerð lögð fram.
3. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 28. nóv 2018.
Fundargerð lögð fram.
4. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar, dags. 12. sept. 2018.
Fundargerð lögð fram.
5. Fundargerð bókasafnsnefndar, dags. 5. desember 2018.
Fundargerð lögð fram.
6. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, umboð til kjarasamninga.
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir að fela Sambandi íslenskra sveitarfélaga að semja fyrir hönd hreppsins við öll hlutaðeigandi stéttarfélög um kjör starfsmanna Grýtubakkahrepps. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra Þresti Friðfinnssyni kt. 260861-2479, að ganga frá og undirrita fyrir hönd Grýtubakkahrepps, umboð til Sambands ísl.sveitarfélaga vegna kjarasamninga, í samræmi við erindi sambandins frá 4. desember 2018.
7. Erindi frá bókaútgáfunni Hólum, vegna bókarútgáfu, dags. 29. nóv. 2018.
Erindinu hafnað.
8. Erindi frá Landgræðslu ríkisins, „bændur græða landið“, dags. 22. nóv. 2018.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 45.000,-, er á fjárhagsáætlun.
9. Erindi frá leikskólastjóra, óveðursreglur, dags. 4. des. 2018.
Sveitarstjórn telur rétt að leikskólinn sé opin í lengstu lög eins og verið hefur.
10. Viðauki við fjárhagsáætlun 2018.
Viðauki 1, sundurliðun í þúsundum kr.:
Skattekjur:
00 Tekjujöfnunarframlag frá Jöfnunarsjóði, tekjur hækka um 4.335
Annar rekstrarkostnaður:
06 Endurnýjun á kurli í sparkvöll (líka eignfært í áætlun), gjöld lækka um 2.000
08 Aukning í magni úrgangs, gjöld hækka um 2.000
09 Mótframlag vegna fornleifarannsókna, (áður bókað) gjöld hækka um 1.000
09 V. persónuverndarfulltrúa (áður bókað um ráðningu) gjöld hækka um 735
09 V. ýmiss kostnaðar við skiplagsmál, gjöld hækka um 300
11 Vinna við efnisnám v. framkvæmda, gjöld hækka um 1.200
21 Lögfræðiþjónusta v. ýmissa samninga ofl., gjöld hækka um 500
21 Gjöf v. afmælis Grenilundar (áður bókað), gjöld hækka um 600
Viðaukinn hefur ekki áhrif á afkomu eða sjóðstreymi.
Viðauki 1 samþykktur.
11. Fjárhagsáætlun 2019 – 2022, síðari umræða, framhald.
Fjárhagsáætlun 2019 – 2022, lykiltölur:
A-hluti sveitarsjóðs:
Í þúsundum kr. 2019 2020 2021 2022
Rekstrartekjur 420.762 429.164 437.735 446.476
Rekstrargjöld 415.876 423.637 430.567 438.000
Fjármagnsliðir 1.047 (106) (439) (20)
Rekstrarniðurstaða 5.933 5.421 6.729 8.456
Fjárfestingarhreyfingar (29.315) (47.960) (7.205) (1.225)
Fjármögnunarhreyfingar 17.304 21.524 (28.998) (31.531)
Samstæða sveitarsjóðs (A+B-hluti):
Í þúsundum kr. 2019 2020 2021 2022
Rekstrartekjur 542.874 553.718 564.780 576.062
Rekstrargjöld 529.014 537.184 546.782 557.248
Fjármagnsliðir (9.402) (8.019) (7.955) (8.397)
Rekstrarniðurstaða 4.458 8.516 10.042 10.418
Fjárfestingarhreyfingar (11.000) (27.500) (58.858) (48.000)
Fjármögnunarhreyfingar (12.809) (12.039) 9.095 1.807
Handbært fé í árslok 37.690 37.246 27.338 21.616
Fjárhagsáætlun samþykkt.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:50.
Margrét Melstað ritaði fundargerð.