- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Mánudaginn 7. janúar 2019, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Allir aðalfulltrúar voru mættir, Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Þórarinn I. Pétursson. Ennig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags 14. des. 2018.
Fundargerð lögð fram.
2. Fundargerð byggingarnefndar Eyjafjarðar, dags. 7. des. 2018.
Fundargerð lögð fram. Í lið nr.1 þá fær Anna Bára Bergvinsdóttir leyfi til að koma fyrir sumarhúsi við Áshól. Í lið nr.2 er samþykkt breytt notkun á Ægissíðu 18, Grenivík. Í lið nr.3 er veitt byggingarleyfi vegna frístundarhúss og baðhúss og breyttrar notkunar á þjónustuhúsi á Nolli.
3. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarf., „vinnumansal og kjör erlends starfsfólks“, dags. 13. des. 2018.
Erindi lagt fram.
4. Erindi frá Umhverfisstofnun, tilnefning í vatnasvæðanefnd, dags. 14. des. 2018.
Sveitarstjórn tilnefnir Þórarinn Inga Pétursson í vatnasvæðanefnd.
5. Frístundastyrkir, reglur 2019.
Sveitarstjórn samþykkir reglur um frístundarstyrk fyrir börn á grunnskólaaldri.
Upphæð frístundarstyrks fyrir 2019 er kr. 27.500,- á barn.
6. Fornleifarannsóknir í Fjörðum og á Látraströnd.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja þetta verkefni, fornminjarannsóknir í Fjörðum, með framlagi kr. 1.000.000,- ef Fornminjasjóður samþykkir að styrkja verkefnið. Ef af verður, þá verður gerður viðauki við fjárhagsáætlun, enda er svigrúm til staðar.
7. Skipulagsmál, breytt skráning fasteigna.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytta notkun og skráningu eftirfarandi fasteigna í Grýtubakkahreppi:
Miðgarðar 4, fnr. 2161060.
Rimar, fnr. 2161067
Skipulags- og byggingarfulltrúi fylgir málinu eftir.
8. Grenilundur, rammasamningur, staða hjúkrunar-/dvalarrýma og fl., umræða.
Farið yfir málefni Grenilundar.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:18
Margrét Melstað ritaði fundargerð.