- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Mánudaginn 25. febrúar 2019, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Allir aðalfulltrúar voru mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 15. feb. 2019.
Fundargerð lögð fram.
2. Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarf. Eyjafjarðar, dags. 21. feb. 2019.
Fundargerð lögð fram.
3. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 29. jan. 2019.
Fundargerð lögð fram.
4. Fundargerð fræðslu- og æskulýðsnefndar, dags. 7. feb. 2019.
Fundargerð lögð fram og sveitarstjóra falið að skoða nánar lýsingu á plani við grunnskóla og lýsingu við bílastæði og á lóð við leikskóla.
5. Fundargerð landbúnaðar- og umhverfisnefndar, dags. 14. feb. 2019.
Fundargerð lögð fram.
6. Erindi frá Velferðarráðuneytinu, Ráðstefna um framtíðarskipan vinnunnar og breytingar á vinnumarkaði, haldin 4. og 5. apríl 2019.
Erindi lagt fram.
7. Erindi frá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði, dags. 1. febrúar 2019.
Erindi lagt fram.
8. Erindi frá Hafnasamlagi Norðurlands, uppfærsla stofnsamnings.
Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að nýjum stofnsamningi sem verður lagður fyrir aðalfund í vor og veitir sveitarstjóra umboð til að undirrita stofnsamninginn fyrir hönd Grýtubakkahrepps.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:17
Margrét Melstað ritaði fundargerð.