- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 391
Mánudaginn 8. apríl 2019, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Þórarinn Ingi forfallaður vegna þingmennsku, 1. varamaður erlendis, Arnþór Pétursson mættur fyrir ÞIP. Aðrir aðalfulltrúar mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Húsnæðisáætlun Grýtubakkahrepps, drög.
Guðný Sverrisdóttir kom og fór yfir drög að Húsnæðisáætlun sem er í smíðum.
2. Fundargerð stjórnar Eyþings, dags. 12. mars 2019.
Fundargerð lögð fram.
3. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 13. mars 2019.
Fundargerð lögð fram.
4. Fundargerð félagsmálanefndar, dags. 27. mars 2019.
Fundargerð lögð fram.
5. Aukaaðalfundur Eyþings, framkomin tillaga um áframhald vinnu að sameiningu stoðfélaga sveitarfélaganna.
Tillagan rædd, sveitarstjórn styður sameiningu félagana en telur tillöguna ekki ná þeim markmiðum sem stefnt er að.
6. Skýrsla um starf Flugklasans Air 66N, mars 2019.
Skýrslan lögð fram. Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur Flugklasans um stöðu og framtíð Flugþróunarsjóðs.
7. Erindi frá skólanefnd Tónlistarskóla Eyjafjarðar, nefnd um ráðningu skólastjóra.
Sveitarstjórn skipar Margréti Melstað í nefndina.
8. Erindi frá Hauki V. Gunnarssyni, stæði undir gám, dags. 22. febrúar 2019.
Erindinu hafnað.
9. Erindi frá Guðjóni Þórsteinssyni, sameining jarðarhluta, dags 1. apríl 2019.
Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
10. Erindi frá Ellafélögum, félagsaðstaða, dags. 3. apríl 2019.
Afgreiðslu frestað.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:30
Margrét Melstað ritaði fundargerð.