- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 395
Mánudaginn 3. júní 2019, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Þórarinn Ingi fjarv., Arnþór Pétursson mættur í hans stað. Aðrir aðalfulltrúar mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Skipulagsmál;
a: Breyting á aðalskipulagi Grýtubakkahrepps 2010-2022.
Vigfús Björnsson, skipulagsfulltrúi kom á fundinn og fór yfir innsendar athugasemdir við skipulagslýsingu. Skipulagshönnuði falið að færa ýtarlegri rök í greinargerð í aðalskipulagi og taka tillit til greinargerðar frá skiplagsstofnun.
b: Breyting á deiliskipulagi Sunnuhlíðar.
Vigfús Björnsson, skipulagsfulltrúi kynnti drög að deiliskipulagstillögu fyrir Sunnuhlíð. Sveitarstjórn samþykkir að vísa tillögu að deiliskipulagi, með tilteknum breytingum, í kynningu samkvæmt 4.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar dags. 7. maí 2019.
Fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar fyrir árið 2019 samþykkt og er innan fjárhagsramma sveitarfélagsins.
3. Fundargerðir stjórnar Norðurorku, dags. 8.maí og 21. maí 2019.
Fundargerðir lagðar fram.
4. Erindi frá Landbúnaðar- og umhverfisnefnd, sumarbeit 2019.
Landbúnaðar- og umhverfisnefnd gerir það að tillögu sinni til sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps að heimilt verði að sleppa fé í ógirt heimalönd 1.júni, í afrétt 10.júní, hrossum 1.júlí, heimilt er að hafa hross í afrétt í 60 daga.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar.
5. Erindi frá Atvinnuþróunarfélagi, framlög 2019.
„Tillaga um framlög. Lagt verður til að framlög aðildarsveitarfélaga verði kr. 1.775,- á hvern íbúa.“ Tillaga rúmast innan fjárhagsáætlunar. Sveitarstjórn staðfestir tillögu AFE.
6. Erindi frá sýslumanni Nle., rekstrarleyfi fyrir Kontorinn, dags. 21. maí 2019.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitinga.
7. Grænbók ríkisstjórnar, stefna um málefni sveitarfélaga.
Innihald Grænbókar rætt, lögð drög að umsögn, sveitarstjóra falið að ljúka við umsögn og senda inn í samráðsgátt.
8. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, heimsmarkmiðin og loftslagsmál, dags. 24. maí 2019.
Erindi lagt fram til kynningar.
9. Erindi frá Unicef á Íslandi, verklag vegna grun um ofbeldi, dags. 22. maí 2019.
Sveitarstjórn sendir erindið áfram til grunnskóla og leikskóla og farið verður yfir verklagsreglur.
10. Bréf frá Landslögum, v. samnings við Bergmenn, dags. 23. maí 2019.
Sveitarstjóra falið að svara bréfinu í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.
11. Erindi frá Sunnu félagi sumarhúsaeigenda, dags. 22. maí 2019.
Erindið tekið fyrir og sveitarstjóra falið að svara félaginu.
12. Laun í vinnuskóla Grýtubakkahrepps, sumarið 2019.
Laun með orlofi sumarið 2019 verða þannig
Dagvinna Yfirvinna
14 ára kr. 748,25 kr. 1.263,49
15 ára kr. 866,39 kr. 1.462,98
16 ára kr. 1.279,90 kr. 2.161,24
Taflan tekur breytingum með kjarasamningum.
Launatafla v/vinnuskólans samþykkt.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:40.
Margrét Melstað ritaði fundargerð.