- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Mánudaginn 14. október 2019, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Allir aðalfulltrúar mættir, einnig sat sveitarstjóri fundinn. Ólafur R Ólafsson, lögfræðingur sat fundinn undir lið 1-3.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Framtíð Sæness og sveitarfélagsins, umræða.
Rætt um framtíð Sæness og sveitarfélagsins.
2. Uppbygging ferðaþjónustu, umræða.
Rætt um uppbyggingu ferðaþjónustu og samningagerð vegna hennar.
3. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 27. sept 2019.
Fundargerð lögð fram. Undir lið 13 er svohljóðandi bókun vegna bókunar Grýtubakkahrepps síðan 23.sept: “Umræður um málið voru teknar í tengslum við 5. lið. Ljóst er að landsþing sambandsins hefur tekið ákvörðun í málinu sem stjórn sambandsins getur ekki breytt.”
Sveitarstjórn ákveður að leita eftir áliti umboðsmanns Alþingis um aðdraganda aukalandsþings sambandsins 6.sept. s.l. og gildi meirihlutaákvörðunar þingsins um málefni fámennari aðildarsveitarfélaga sambandsins, m.t.t hlutverks sambandsins samkvæmt 2. gr. samþykkta þess.
4. Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands Eystra, dags. 26. júní og 17. sept. 2019, og fjárhagsáætlun HNE fyrir árið 2020.
Fundargerð lögð fram.
5. Fundargerð Almannavarnanefndar Eyjafjarðar, dags. 8. okt. 2019.
Fundargerð lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir sameiningu Almannavarnanefnda Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslu. Einnig samþykkir sveitarstjórnin fyrir sitt leyti árgjald vegna 2020, kr. 190,- pr. íbúa.
6. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 11. sept. 2019.
Fundargerð lögð fram.
7. Fundargerð aðalfundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélags BÍ, dags. 20. sept. 2019.
Fundargerð lögð fram.
8. Erindi frá Nönnu Kristínu Jóhannsdóttur og Hjalta Gunnþórssyni, varðandi beitarhólf og fl., dags. 8. okt. 2019.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara erindinu.
9. Erindi frá Þórði Birgissyni og Ragnheiði Huldu Þórðardóttur, varðandi skráningu lögheimilis, dags. 4. okt. 2019.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að finna lausn á málinu í samvinnu við skipulags- og byggingarfulltrúa.
10. Erindi frá Umhverfisstofnun, tilnefning í samstarfshóp v. gerðar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir hverastrýtur í Eyjafirði.
Sveitarstjórn tilnefnir Þröst Friðfinnsson í samstarfshópinn.
11. Flugklasinn Air 66N, skýrsla, einnig málþing og vinnustofa haldin 15. okt. 2019.
Skýrslan lögð fram.
12. Skólaþing 2019, haldið 4. nóv. 2019.
Erindið lagt fram.
13. Málþing um forvarnir og fræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni, haldið 18. okt. 2019.
Erindið lagt fram.
14. Jafnréttisáætlun Grýtubakkahrepps 2016 – 2020.
Jafnréttisáætlun hefur verið yfirfarin og staðfest.
15. Fjárhagsáætlun 2020 – 2023, fyrri umræða.
Forsendur ræddar og fyrri umræðu frestað.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:40.
Margrét Melstað ritaði fundargerð.