- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 402
Mánudaginn 4. nóvember 2019, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Þórarinn Ingi Pétursson fjarverandi, Gísli Gunnar Oddgeirsson mættur í hans stað, aðrir aðalfulltrúar mættir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 16:30.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fjárhagsáætlun 2020 – 2023, síðari umræða. Forstöðumenn stofnana hreppsins mæta á fundinn.
Forstöðumenn stofnana þau, Ásta, Margrét, Hermann, Sigurður, Þorkell og Fjóla mættu á fundinn og fóru yfir rekstur og framkvæmdir næstu ára. Unnið áfram í fjárhagáætlunargerð. Umræðu frestað.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:00.
Margrét Melstað ritaði fundargerð.