- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 404
Mánudaginn 25. nóvember 2019, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Þórarinn Ingi Pétursson fjarverandi, Gísli Gunnar Oddgeirsson mættur í hans stað, aðrir aðalfulltrúar mættir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Erindi frá Rarik, yfirtaka á götulýsingu.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Rarik.
2. Erindi frá byggingar- og skipulagsfulltúra, breyting á afgreiðslu byggingarleyfa.
Erindið rætt og afgreiðslu frestað.
3. Erindi frá Eyþingi, „Ungt fólk og Eyþing“, dags. 18. nóv. 2019.
Sveitarstjórn tekur vel í að senda ungmenni á þessa ráðstefnu.
4. Tilnefning til stjórnar nýrra samtaka sveitarfélaga á Eyþingssvæði.
Sveitarstjórn tilnefnir Þröst Friðfinnsson og Fjólu V. Stefánsdóttur sem mögulega varamenn til nýrrar stjórnar Eyþings.
5. Húsnæðisþing 2019, haldið 27. nóv 2019.
Lagt fram.
6. Erindi frá Mæðrastyrksnefnd Ak., Hálparstarfi kirkjunnar, Hjálpræðishernum á AK. og Rauða krossinum við Eyjafjörð, dags. 14. nóv. 2019.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja málefnið um kr. 50.000,-, fjárhæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.
7. Erindi frá HSÞ, rekstrarsamningur, dags. 15. nóv. 2019.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
8. Erindi frá Skólastjóra Grenivíkurskóla, vegna lesturs, dags. 21. nóv. 2019.
Sveitarstjórn tekur vel í erindið.
9. Erindi frá Björgunarsveitinni Ægi, v. flugeldasýningar, dags. 22. nóv. 2019.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja flugeldasýninguna um kr. 150.000,-, fjárhæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar.
10. Erindi frá Gunnþóri Inga Svavarssyni, vatn til húshitunar, dags. 18. nóv. 2019.
Sveitarstjóra falið að klára málið.
Haraldur vék af fundi undir þessum lið.
11. Jafnlaunavottun, samningar og framgangur vinnu.
Leitað var tilboða í vottunina, gengið var til samninga við Attendus um undirbúning og Versa Vottun um vottun. Sveitarstjórn staðfestir samninga.
12. Fjárhagsáætlun 2020 – 2023, síðari umræða, framhald.
Álagningarhlutfall gjalda hjá Grýtubakkahreppi 2020:
Útsvarsprósenta (hámark) 14,52%
Fasteignaskattur A 0,48%
(örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Grýtubakkahrepps)
Fasteignaskattur B (opinberar byggingar) 1,32%
Fasteignskattur C 1,50%
Vatnsskattur 0,25%
Lóðarleiga af fasteignamati lóða 0,75%
Fráveitugjald/holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar 0,25%
Aukavatnsgjald stórnotenda (fyrirtækja), rúmmálsgjald 17.50 kr/m3
Sorphirðugjald:
Íbúðir á Grenivík og sveitaheimili kr. 32.180.-
Sumarbústaðir utan Grenivíkur kr. 14.960.-
Endurvinnslutunnur eru losaðar á fjögurra vikna fresti og almennt sorp aðra hvora viku.
Sorphirðugjald fyrirtækja (þ.m.t. sveitabýla):
Flokkur 1 kr. 26.260.-
Flokkur 2 kr. 32.180.-
Flokkur 3 kr. 64.252.-
Flokkur 4 kr. 106.550.-
Flokkur 5 kr. 216.326.-
Flokkur 6 kr. 538.125,-
Hreppsnefnd skipar fyrirtækjum í flokka eftir stærð fyrirtækis og magni sorps.
Gjaldtaka fyrir losun seyru:
Rotþrær minni en 3.600 l kr. 8.600.-
Rotþrær 3.600 l og stærri kr. 12.900.-
Gjald fyrir eyðingu dýrahræja, lagt á heildarfjölda hverrar dýrategundar samkv. forðagæsluskýrslu:
Nautgripir 300 kr/grip Sauðfé og geitur 50 kr/grip
Hross 80 kr/grip Grísir 200 kr/grip
Gjalddagar:
7 gjalddagar frá 01.02.2020-01.08.2020 fyrir kr. 30.001.- og hærra
2 gjalddagar, 01.04.2020 og 01.06.2020 fyrir kr. 10.001-30.000.-
1 gjalddagi, 01.05.2020 fyrir lægra en kr. 10.000.-
Sveitarstjórn staðfestir ofangreind hlutföll og gjöld. Aðrar gjaldskrár staðfestar, verða birtar á heimasíðu. Farið yfir og gengið frá fjárfestingaráætlun 2020 – 2023.
Síðari umræðu frestað.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:35.
Margrét Melstað ritaði fundargerð.