- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 410
Mánudaginn 9. mars 2020, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Þórarinn Ingi Pétursson fjarverandi, Gísli Gunnar Oddgeirsson mættur í hans stað, aðrir aðalfulltrúar mættir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 28. feb. 2020.
Fundargerð lögð fram.
2. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 21. feb. 2020.
Fundargerð lögð fram.
3. Fundargerðir félagsmála- og jafnréttisnefndar., dags. 16. okt. 2019 og 5. mars 2020.
Fundargerðir lagðar fram.
4. Erindi frá Umhverfisstofnun, áætlun um refa- og minkaveiðar, dags. 6. mars. 2020.
Sveitarstjóra falið að skila áætlun um refa- og minkaveiðar og gera samning við Umhverfisstofnun til næstu þriggja ára.
5. Erindi frá Unicef, barnvænt samfélag, dags. 25. feb. 2020.
Sveitarstjórn hefur ákveðið að kynna sér verkefnið vel.
6. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, kynningarferð til Noregs, dags. 27. feb. 2020.
Erindi lagt fram.
7. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, samstarfsverkefni m. menntamálaráðuneyti, dags. 2. mars 2020.
Erindinu vísað til FRÆSK til skoðunar.
8. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagur stafrænnar framþróunar sveitarfélaga, haldinn 3. apríl 2020.
Erindi lagt fram.
9. Skýrsla átakshóps um úrbætur á innviðum, dags. 28. febr. 2020.
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með átak stjórnvalda um úrbætur á innviðum.
Sveitarstjórn lýsir yfir áhyggjum sínum af því að það fjármagn sem er úthlutað til Vegagerðarinnar til snjómoksturs, dugar engan veginn til í árferði eins og verið hefur í vetur. Því er nauðsynlegt að til komi aukafjárveitingar til Vegagerðarinnar til snjómoksturs í Eyjafirði á móti þeim aukafjárveitingum sem sveitarfélögin eru að leggja til. Sveitarstjóra er falið að senda slíka beiðni til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að sækja um viðbótarframlög úr Jöfnunarsjóði vegna snjómoksturs veturinn 2019-2020.
10. Frá SSNE, ráðstefna um úrgangsmál, haldin á Akureyri 1. apríl 2020.
Erindi um ráðstefnu lagt fram til kynningar.
11. Boð á aðalfund Norðurorku, haldinn 17. apríl 2020.
Fjóla V. Stefándóttir fer með umboð hreppsins á fundinum.
12. Boð á aðalfund Flokkunar, haldinn 11. mars 2020.
Þröstur Friðfinnsson fer með umboð hreppsins á fundinum.
13. Frá nefndasviði Alþingis, frumvarp um rétt til einbýlis á öldrunarstofnunum, dags. 25. feb. 2020.
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps styður fram komið frumvarp. Jafnframt minnir sveitarstjórn á nýlegar fréttir um stefnu ríkisstjórnar um fjölgun hjúkrunarrýma. Á sama tíma er fyrsta flokks rými í einbýli látið ónotað á Grenilundi sem gæti nýst einstaklega vel fyrir heilbrigðiskerfið. Með því að létta á heilbrigðiskerfinu á Akureyri, t.d. með hvíldar- innlögnum, væri á móti hægt að létta álagi af Landsspítalanum. Sveitarstjórn bendir á að íslenska heilbrigðiskerfið er ein órofa heild, því er bagalegt að nýta ekki þau úrræði sem þegar eru tilbúin til notkunar í kerfinu og létt geta álagið strax.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20.00.
Margrét Melstað ritaði fundargerð.