- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 411
Mánudaginn 23. mars 2020, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Áður en gengið var til dagskrár lagði oddviti fram erindi frá Þórarni Inga Péturssyni sveitarstjórnarfulltrúa, dags. 10. mars 2020; Vegna anna við önnur störf óskar Þórarinn eftir leyfi frá störfum í sveitarstjórn til 1. ágúst 2020.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða. Gísli Gunnar Oddgeirsson tekur sæti í sveitarstjórn í leyfi Þórarins.
1. Ákvörðun ráðherra um heimildir sveitarstjórna og nefnda til að halda fjarfundi, augl. 18. mars 2020.
Lagt fram.
2. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 11. mars 2020.
Lagt fram.
3. Fundargerðir stjórnar Markaðsst. Norðurlands, dags. 16. og 18. mars 2020.
Fundargerðir lagðar fram og sveitarstjórn ræddi málefni ferðaþjónustunnar á þessum óvissutímum.
4. Fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 11. mars 2020.
Lagt fram.
5. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, aðgerðir til viðspyrnu, dags. 19. mars 2020.
Sveitarstjóra er falið að senda inn umsögn um lagafrumvarp sem er í vinnslu á Alþingi vegna aðgerða til viðspyrnu.
6. Frá framkvstj. SSNE, yfirlit yfir verkefni, dags. 20. mars 2020.
Lagt fram.
7. Erindi frá framkv.stj. SSNE, tillaga að umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um Framkv.sjóð ferðamanna, dags. 20. mars 2020.
Sveitarstjórn styður tillögu að umsögn SSNE um frumvarp um breytingu á lögum um Framkv.sjóð ferðamanna.
8. Erindi frá Umhverfisstofnun, v. undirbúnings á friðlýsingu Látraströnd – Náttfaravíkur, dags. 10. mars 2020.
Margrét Melstað er skipuð í samstarfshóp vegna málsins til að gæta hagsmuna hreppsins.
9. Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, umsögn um frumvarp um flutningsjöfnun, dags. 19. mars 2020.
Sveitarstjórn styður umsögn Markaðsstofu Norðurlands, áður samþykkt í tölvupósti.
10. Frá Markaðsstofu Norðurlands, yfirlit yfir stöðuna, dags. 17. mars 2020.
Lagt fram.
11. Frá Pétri Þór Jónassyni, bréf til sveitarstjórna vegna dómsáttar, dags. 9. mars 2020.
Erindi lagt fram, sveitarstjórn harmar hvernig málin þróuðust.
12. Frá Golfklúbbnum Hvammi, skil á landi, dags. 11. mars 2020.
Golfklúbburinn Hvammur hefur hætt starfsemi og hefur skilað Hvamms-landi til hreppsins. Sveitarstjórn þakkar stjórn klúbbsins og félögum fyrir óeigingjarnt starf í gegnum árin.
13. Rekstur á tímum covid-19, aðgerðir, staða og horfur.
Á þessum fordæmalausu tímum sem nú eru að ganga yfir, þar sem ástandið er mjög brothætt og erfitt, sem hefur mikil áhrif á rekstur fyrirtækja og daglegt líf íbúanna, þá vill sveitarstjórn þakka öllum kærlega fyrir góð viðbrögð og aðstoð við að láta allt ganga upp. Með samstilltu átaki allra íbúanna munum við koma okkur í gegnum þetta án stórra áfalla. Sveitarstjórn mun í einu og öllu fara eftir ráðleggingum sérfræðinga og fyrirmælum stjórnvalda.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:22.
Margrét Melstað ritaði fundargerð.