Sveitarstjórnarfundur nr. 413

20.04.2020 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 413

Mánudaginn 20. apríl 2020 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps til fundar í fjarfundabúnaði, skv. heimild í auglýsingu ráðherra dags. 18. mars 2020, stýrt frá skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Þátt tóku; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson. Einnig tók sveitarstjóri þátt í fundinum.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:                                              

1.  Fundargerð afgreiðslufundar Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, dags. 8. apríl 2020.

            Fundargerð lögð fram.

2.  Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags., 12. mars 2020.

Fundargerð lögð fram, samkvæmt fundarlið nr. 4 var rætt um Reykjaveitu. Sveitarstjórn ítrekar fyrri tilmæli til Norðurorku um að huga að stækkun veitunnar sem allra fyrst.

3.  Bréf frá Lánasjóði Sveitarfélaga, frestun aðalfundar, dags. 7. apríl 2020.

            Lagt fram.

4.  Frá Símey og Þekkingarneti Þingeyinga, fjarfundarmenning, dags. 3. apríl 2020.

            Lagt fram.

5.  Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, átak í merkingu gönguleiða, dags. 15. apríl 2020.

Sveitarstjórn líst vel á verkefnið, átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi og samþykkir að taka þátt í því.

6.  Erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, yfirvofandi lækkun framlaga, dags. 7. apríl 2020.

Fram kemur í erindi Jöfnunarsjóðs að framlög sjóðsins á árinu muni lækka frá því sem ætlað hafði verið, vegna fyrirséðs tekjufalls.  Áður hefur komið fram að ekki kemur nýtt fjármagn inn í sjóðinn vegna boðaðra sameiningarframlaga.  Eftir því var þó ákveðið óskað í bókun landsþings Sambands ísl. sveitarfélaga 6. september 2019.

Ljóst er að vegna afleiðinga heimsfaraldurs Covid-19, mun leggjast mikill kostnaður á sveitarfélög meðan tekjur þeirra eru fallandi.  Krafa er einnig um auknar fjárfestingar þeirra til að vega á móti samdrætti í samfélaginu og auka atvinnu.

Við þessar aðstæður er fráleitt að leggja í mikinn viðbótarkostnað og vinnu við sameiningar sveitarfélaga gegn vilja þeirra og skerða með því enn frekar almenn framlög jöfnunarsjóðs vegna sameiningarframlaga.   Nú þurfa öll sveitarfélög á sínu að halda og ættu að snúa bökum saman við að koma samfélaginu í gegnum brimskaflinn.

7.  Viðspyrna vegna covid-19.

Farið yfir drög af reglum um Viðspyrnusjóð, sem stofnaður verður í samstarfi við Sænes ehf.

Gísli Gunnar vék af fundi undir þessum lið.

8.  Atvinna ungmenna sumarið 2020.

Sveitarstjórn stefnir að því að bjóða sem flestum ungmennum sveitarfélagsins á framhalds- og háskólaaldri vinnu í sumar.

9.  Fjárfestingar og lántaka 2020.          

Ákveðið að auglýsa íbúðina  að Túngötu 9b til sölu.

Fjárfestingaáætlun og breytingar á rekstraráætlun verða gerðar með viðauka síðar, sbr. einnig áhrif dagskrárliða nr. 6, 7 og 8, enda er óvissa um þessar mundir slík að ekki eru forsendur til að fullgera viðauka nú.  Ákvarðanir sveitarfélagsins um framkvæmdir, fjárfestingar og sölu eigna eru í takt við áætlanir þess, tilmæli stjórnvalda og stöðu sveitarfélagsins og munu ekki hafa neikvæð áhrif á stöðu þess til framtíðar.

 

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir hér með að taka lán skv. áður samþykktri fjárfestingaáætlun, hjá Lánasjóði sveitarfélaga allt að fjárhæð kr. 50.000.000,- til allt að 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til fjármögnunar framkvæmda við sundlaug og malbikunar Ægissíðu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Þresti Friðfinnssyni kt. 260861-2479, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grýtubakkahrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl.19:48.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.