- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 414
Mánudaginn 4. maí 2020 kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps til fundar í fjarfundabúnaði, skv. heimild í auglýsingu ráðherra dags. 18. mars 2020, stýrt frá skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Þátt tóku; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson. Einnig tók sveitarstjóri þátt í fundinum.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 24. apríl 2020.
Fundargerð lögð fram.
2. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 29. apríl 2020.
Fundargerð lögð fram.
3. Fundargerðir samráðsfunda SSNE, dags. 17. apríl og 24. apríl 2020.
Fundargerðir lagðar fram.
4. Fundargerðir stjórnar AFE, dags. 24. mars og 16. apríl 2020.
Fundargerðir lagðar fram.
5. Fundargerð aðalfundar Norðurorku, dags. 17. apríl 2020.
Fundargerð lögð fram.
6. Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands, dags. 6. og 21. apríl 2020.
Fundargerðir lagðar fram.
7. Fundargerð aðalfundar Skipulags- og byggingarfulltr. Eyjafjarðar, dags. 21. apríl 2020.
Fundargerðin lögð fram. Sveitarstjórn staðfestir viðauka við samþykktir embættisins sbr. fundarlið nr. 3.
8. Boð á aðalfund AFE, haldinn 20. maí 2020.
Þröstur Friðfinnsson fer með umboð hreppsins á fundinum.
9. Ný reglugerð um byggðakvóta 2020, viðauki við fyrri reglur.
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi viðauka við áður sendar tillögur að úthlutunarreglum:
Vísað er í nýgerða breytingu á reglugerð nr. 676/2019, sbr. tölvupóst frá ráðuneytinu dags. 22. apríl 2020. Vegna breytinga/stöðvunar á vinnslu vegna Covid-19, er fallið frá löndunar-/vinnsluskyldu á Grenivík vegna byggðakvóta 2019/20 eða andlags hans, t.d. grásleppu.
10. Laxeldi í Eyjafirði, erindi frá Bessa Skírnissyni dags. 26. apríl, og frá Halldóri Áskelssyni dags. 27. apríl 2020.
Erindi lögð fram til kynningar og umræðu. Sveitarstjórn hefur efasemdir um fiskeldi í Eyjafirði, en tekur ekki afstöðu til málsins á þessu stigi þar sem enn vantar mikið af upplýsingum um það.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl.18:48.
Margrét Melstað ritaði fundargerð.