Sveitarstjórnarfundur nr. 421

05.10.2020 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 421

Mánudaginn 5. október 2020, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir: Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar Björgvin Pálsson og Þórarinn Ingi Pétursson.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.   

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 25. sept og 1. okt. 2020.            Fundargerðir lagðar fram. Í fundargerð dags. 25.sept í lið nr.11 samþykkir stjórn Sambandsins að Landsþing 2020 falli niður. Sveitarstjórn er efins um að sú ákvörðun standist  samþykktir Sambandsins, enda einfalt mál að halda landsþing í fjarfundi.

2.  Fundargerð fundar Sveitarstjóra SSNE svæðis, dags. 11. sept. 2020.

            Fundargerð lögð fram.

3.  Ársþing SSNE haldið rafrænt 9. – 10. okt. 2020.

            Lagt fram.

4.  Boð á aðalfund Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, haldinn rafrænt 14. okt. 2020.

            Fjóla V. Stefánsdóttir fer með umboð hreppsins á fundinum.

5.  Boð á aðalfund Moltu ehf., haldinn rafrænt 16. okt. 2020.

            Margrét Melstað fer með umboð Sæness ehf. á fundinum.

6.  Erindi frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágr., dags. 23. sept. 2020.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja félagið um kr. 50.000,-. Rúmast þetta innan fjárhagsáætlunar.

7.  Fjárhagsáætlun 2021 – 2024, fyrri umræða.

            Forsendur ræddar og fyrri umræðu frestað.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl.19:40.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.