Sveitarstjórnarfundur nr. 422

26.10.2020 00:00

Mánudaginn 26. október 2020, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.  Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir;  Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar Björgvin Pálsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson sem var mættur í forföllum Þórarins Inga Péturssonar.  Einnig sat sveitarstjóri fundinn.   

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

1.  Uppbygging í ferðaþjónustu.

            Ólafur Rúnar Ólafsson lögfræðingur sveitarfélagsins mætti á fundinn. Farið var yfir stöðu samningamála vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í ferðaþjónustu. Sveitarstjóra falið að vinna að samningagerð áfram ásamt Ólafi.

2.  Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 16. okt. 2020.

            Fundargerð lögð fram.

3.  Boð á landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga, 18. des. 2020.

            Lagt fram.

4.  Fundargerðir stjórnar SSNE, dags. 30. sept. og 14. okt. 2020.

            Fundargerðir lagðar fram.

5.  Fundargerð stjórnar AFE, dags. 7. okt. 2020.

            Fundargerð lögð fram.

6.  Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 11. sept. 2020.

            Fundargerð lögð fram.

7.  Fundargerðir afgreiðslufunda SBE, dags. 31. ágúst og 5. okt. 2020.

            Fundargerðir lagðar fram.

8.  Fundargerð Fræsk, dags. 6. okt. 2020.

            Fundargerð lögð fram.

9.  Deiliskipulag Sunnuhlíðar.

            Fyrir fundinum liggja uppdráttur dags. 15.5.2019 og greinargerð deiliskipulags Sunnuhlíðar dags. í febrúar 2020, unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá Form teiknistofu. Deiliskipulagið var áður samþykkt á fundi sveitarstjórnar þann 24. febrúar 2020 en gögnin hafa nú verið uppfærð með hliðsjón af athugasemdum sem bárust frá Skipulagsstofnun í kjölfar fyrri samþykktar.

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku þess.

10.  Umsókn um stöðuleyfi fyrir „vorhús“ í Höfða, dags. 17. okt. 2020.

            Fyrir fundinum liggur erindi frá Ástu F. Flosadóttur sem óskar eftir stöðuleyfi fyrir tvö léttbyggð 60 fm búfjárskýli sem standa munu í landi Höfða 1. Erindinu fylgir uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu húsanna. Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

11.  Erindi frá Samtökum ferðaþjónustunnar, kom frá SSNE, dags. 13. okt. 2020.  

 

 

Tekið fyrir bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu 13. október 2020. Erindi bréfsins er: Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda og í bréfinu er óskað eftir niðurfellingu fasteignagjalda, frestun á gjöldum eða lengingu á lögveði fasteignaskatta til að styðja við atvinnurekendur í ferðaþjónustu.
Erindið var sent SSNE og þaðan sent áfram til sveitarfélaga á starfssvæði SSNE.
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps bendir á að Grýtubakkahreppi sem og öðrum sveitarfélögum er þröngur stakkur sniðinn. Fasteignagjöld eru hluti af lögbundnum tekjum sveitarfélaga sbr. lög nr. 4/1995 og samgöngu- og sveitarstjórnarráðneytið fer með málefni sveitarfélaga, þar með talin tekjustofna og fjármál sveitarfélaga. Sveitarfélög hafa því lítið svigrúm til að bregðast við og heimild til frestunar greiðslu fasteignagjalda eða önnur breyting á greiðslu fasteignagjalda, fer í gegnum Alþingi, líkt og heimild til frestunar greiðslu fasteignargjalda sem samþykkt var á Alþingi 30. mars síðastliðinn.
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps beinir Samtökum ferðaþjónustunnar og Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og erindi þeirra því til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis.
Um leið vill sveitarstjórn Grýtubakkahrepps árétta að staða sveitarfélagsins eins og annarra sveitarfélaga er þröng og hugmyndir um breytingar á greiðslu fasteignagjalda verði ekki ræddar án aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga og tillit tekið til áhrifa á rekstur þeirra.
Ljóst er að sveitarfélög hvorki geta né mega afsala sér lögboðnum tekjustofnum, enda yrði þá að mæta því með öðrum tekjum sem ekki blasa við nú.

 

 

12.  Boð á aðalfund Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 30. okt. 2020.

            Þröstur Friðfinsson sveitarstjóri mætir á fundinn fyrir hreppinn.

13.  Fjárhagsáætlun 2021 – 2024, fyrri umræða, framhald.

            Fyrri umræðu lokið.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 21:05.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.