- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 424
Mánudaginn 23. nóvember 2020, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Þórarinn Ingi Pétursson og Gísli Gunnar Oddgeirsson sem var mættur í forföllum Gunnars B. Pálssonar. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 11. nóv. 2020.
Fundargerð lögð fram.
2. Fundargerð haustfundar Almannavarnanefndar Eyjafjarðar og Þing., dags. 12. nóv. 2020.
Fundargerð lögð fram og rekstraráætlun 2021 staðfest, framlag sveitarfélags er kr.190,- á íbúa.
3. Fundargerðir stjórnar Norðurorku, dags. 16. og 23. okt. 2020.
Fundargerðir lagðar fram. Sveitarstjórn lýsir áhyggjum af afkastagetu hitaveitunnar og óskar eftir viðræðum við Norðurorku um framtíðaruppbyggingu veitunnar.
4. Fundargerðir stjórnar Minjasafnsins á Ak. dags. 6. okt. og 17. nóv. 2020.
Fundargerðir lagðar fram.
5. Boðun aukaþings SSNE, haldið 11. des. 2020.
Lagt fram.
6. Mál til umsagnar, þjóðaratkvæðagreiðsla um Reykjavíkurflugvöll.
Gott og öruggt aðgengi að höfuðborginni og þeirri þjónustu sem þar er, skiptir alla landsmenn máli. Því er eðlilegt að landsmenn fái allir að hafa skoðun á framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Ráðamenn Reykjavíkur eru jafnframt hvattir til að sjá til þess að borgin gegni sínu mikilvæga höfuðborgarhlutverki með reisn og virðingu. Ekki gengur að þrengja frekar að starfsemi flugvallarins fyrr en annar jafngóður eða betri kostur getur tekið við af honum.
7. Stytting vinnuvikunnar, erindi frá BSRB og fl. og vinna við undirbúning.
Erindi lagt fram. Þresti, Fjólu og Margréti falið að vinna að útfærslu á styttingu vinnuvikunnar á vinnustöðum sveitarfélagsins í umboði sveitarstjórnar.
8. Erindi frá Gunnari Einari Steingrímssyni, umsókn um stöðuleyfi fyrir gám, dags. 20. nóv. 2020.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitingu stöðuleyfis til eins árs.
9. Erindi frá Aflinu, styrkumsókn v. 2021, dags. 9. nóv. 2020.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Aflið um kr. 45.000,- á árinu 2021, er það innan ramma fjárhagsáætlunar.
10. Erindi frá Stígamótum, styrkumsókn, dags. 9. nóv. 2020.
Erindinu hafnað. Sveitarstjórn hefur þegar styrkt opnun Stígamóta á Akureyri auk þess að styrkja Aflið á Akureyri.
11. Erindi frá Hilmari Dúa Björgvinssyni, varðar umhverfismál, dags. 11. nóv. 2020.
Erindinu hafnað.
12. Erindi frá Veraldarvinum, Strandverðir Íslands, dags. 3. nóv. 2020.
Erindið lagt fram. Sveitarstjórn líst vel á þetta verkefni og sveitarstjóra falið að vera í sambandi við Veraldavini.
13. Erindi frá Trégrip ehf., varðar Ægissíðu 9, dags. 17. nóv. 2020.
Sveitarstjórn samþykkir erindið. Trégrip ehf fær lóðina Ægissíða 9 til byggingar á parhúsi, gegn því að rífa Ægisbúð á sinn kostnað.
14. Fjárhagsáætlun 2021 – 2024, síðari umræða.
Álagningarhlutfall gjalda hjá Grýtubakkahreppi 2021
Útsvarsprósenta (hámark) 14,52%
Fasteignaskattur A 0,48%
(örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Grýtubakkahrepps)
Fasteignaskattur B (opinberar byggingar) 1,32%
Fasteignskattur C 1,50%
Vatnsskattur 0,25%
Lóðarleiga af fasteignamati lóða 0,75%
Fráveitugjald/holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar 0,25%
Aukavatnsgjald stórnotenda (fyrirtækja), rúmmálsgjald 18,00 kr/m3
Sorphirðugjald:
Íbúðir á Grenivík og sveitaheimili kr. 32.985.-
Sumarbústaðir utan Grenivíkur kr. 15.334.-
Endurvinnslutunnur eru losaðar á fjögurra vikna fresti og almennt sorp aðra hvora viku.
Sorphirðugjald fyrirtækja (þ.m.t. sveitabýla):
Flokkur 1 kr. 26.917.-
Flokkur 2 kr. 32.985.-
Flokkur 3 kr. 65.858.-
Flokkur 4 kr. 109.214.-
Flokkur 5 kr. 221.734.-
Flokkur 6 kr. 551.578,-
Hreppsnefnd skipar fyrirtækjum í flokka eftir stærð fyrirtækis og magni sorps.
Gjaldtaka fyrir losun seyru:
Rotþrær minni en 3.600 l kr. 8.815.-
Rotþrær 3.600 l og stærri kr. 13.223.-
Gjald fyrir eyðingu dýrahræja, lagt á heildarfjölda hverrar dýrategundar samkv. forðagæsluskýrslu:
Nautgripir 300 kr/grip Sauðfé og geitur 50 kr/grip
Hross 80 kr/grip Grísir 200 kr/grip
Gjalddagar:
7 gjalddagar frá 01.02.2020-01.08.2020 fyrir kr. 30.001.- og hærra
2 gjalddagar, 01.04.2020 og 01.06.2020 fyrir kr. 10.001-30.000.-
1 gjalddagi, 01.05.2020 fyrir lægra en kr. 10.000.-
Álagningarhlutföll staðfest. Sveitarstjórn staðfestir gjaldskrár, aðrar gjaldskrár verða birtar á heimasíðu.
Síðari umræðu frestað.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:35.
Margrét Melstað ritaði fundargerð.