- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Mánudaginn 14. desember 2020, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Þórarinn Ingi Pétursson og Gunnar B. Pálsson. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 20. nóv. 2020.
Fundargerð lögð fram.
2. Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dags. 24. nóv. 2020.
Fundargerð lögð fram. Sveitarstjórn staðfestir fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2021.
3. Fundargerðir stjórnar SSNE, dags. 25. nóv. og 9. des. 2020.
Fundargerðir lagðar fram.
4. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 20. nóv. 2020.
Fundargerð lögð fram.
5. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 9. des. 2020.
Fundargerð lögð fram.
6. Fundargerð afgreiðslufundar SBE, dags. 25. nóv. 2020.
Fundargerð lögð fram.
7. Fundargerðir SSNE með sveitarstjórum ofl., dags. 23. okt. og 20. nóv. 2020.
Fundargerðir lagðar fram.
8. Frá Umhverfisstofnun, grunnástandsskýrsla fyrir Pharmarctica v. starfsleyfis, dags. 30. nóv. 2020.
Skýrslan lögð fram.
9. Frá AFE, fjárhagslegt lokauppgjör, dags. 8. des. 2020.
Sveitarstjórn samþykkir lokauppgjör og hlutur Grýtubakkahrepps er kr. 28.439,- og rúmast innan fjárhagsáætlunar.
10. Erindi frá Jólaaðstoð Eyjafjarðar, dags. 17. nóv. 2020.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja málefnið um kr. 50.000,- og rúmast það innan fjárhagsáætlunar.
11. Erindi frá Margréti Melstað, framlenging á stöðuleyfi, dags. 30. nóv. 2020.
Sveitarstjórn samþykkir að framlengja stöðuleyfið um eitt ár.
Margrét Melstað vék af fundi undir þessum lið.
12. Erindi frá Magna, málefni vallarhúss til framtíðar, dags. 11. des. 2020.
Málin rædd og umræðu frestað. Umræðu verður framhaldið á nýju ári með fulltrúum Magna.
13. Fjárhagsáætlun 2021 – 2024, síðari umræða.
Lykiltölur fjárhagsáætlunar í þús kr.:
Fjárhagsáætlun samþykkt.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:19.
Margrét Melstað ritaði fundargerð.