Sveitarstjórnarfundur nr. 436

28.06.2021 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 436

 

Mánudaginn 28. júní 2021, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

 

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Skipulagsmál;

          a.  Deiliskipulagstillaga, Ægissíða – Lækjarvellir.

Árni Ólafsson var á fundinum og fór yfir tillöguna með sveitarstjórn.

Kynning á deiliskipulagstillögu á vinnslustigi fyrir Ægissíðu, Túngötu og Lækjarvelli fór fram milli 14. maí og 28. maí 2021. Erindi barst frá eigendum Ægissíðu 18 þar sem farið er fram á byggingarreit fyrir 30 fm hús á lóðinni sem nýta á í gistiþjónustu. Aðrar athugasemdir sem fram komu á kynningartímabili gefa ekki tilefni til breytinga á skipulagstillögunni.

Farið var yfir húsakönnun fyrir skipulagssvæðið sem unnin er af Árna Ólafssyni og Birni Ingólfssyni..

Sveitarstjórn samþykkir að byggingarreit fyrir 30 fm íbúðarhús skuli bætt við á lóðinni Ægissíðu 18 í deiliskipulagstillögu fyrir Ægissíðu, Túngötu og Lækjarvelli. Gísli Gunnar Oddgeirsson vék af fundi við afgreiðsluna.

Sveitarstjórn samþykkir að svo breyttri skipulagstillögu skuli vísað í auglýsingu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

          b.  Nýtt skipulagssvæði í brekku gengt Gamla Skóla.

Árni Ólafsson var á fundinum og fór yfir mögulegt skipulag á nýju byggingarsvæði. Sveitarstjórn samþykkir að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir þetta nýja skipulagssvæði.

  1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 11. júní 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 9. júní 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 28. maí 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 9. júní 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Tónlistarskóli Eyjafjarðar;

          a.  Fundargerð skólanefndar dags. 8. júní 2021.

Fundargerð lögð fram.

          b.  Fundargerð fundar með sveitarstjórum, dags. 9. júní 2021.

Fundargerð lögð fram og fjárhagsáætlun staðfest.

          c.  Uppfærð reglugerð fyrir TE, vegna innkomu Svalbarðsstrandarhrepps.

Sveitarstjórn staðfestir reglugerðina fyrir sitt leyti.

  1. Fundargerðir 23. og 24. afgreiðslufunda SBE, dags. 4. júní og 18. júní 2021.

Fundargerðir lagðar fram. Í fundargerð fundar nr.23 í lið 1 er Ingólfi Ásgeirssyni veitt byggingarleyfi fyrir einbýlishús á lóðinni Sæland 6.

  1. Fundargerð lokaslitafundar Gásakaupstaðar ses, dags. 1. júní 2021.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerðir jafnréttis- og félagsmálanefndar, dags. 1., 15. og 18. júní 2021.

Fundargerðir lagðar fram.

  1. Ársskýrsla Grenivíkurskóla fyrir skólaárið 2020-2021.

Ársskýrslan lögð fram, upplýsandi og vel frá gengin.

  1. Boð á aðalfund Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, haldinn 29. júní 2021.

Sveitarstjóri fer á fundinn með umboð hreppsins.

  1. Upprekstur hrossa, tillaga landbúnaðar- og umhverfisnefndar.

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimilt verði að sleppa hrossum í almenninga og ógirt heimalönd 1.júlí 2021. Sveitarstjórn staðfestir tillöguna.

  1. Samningur um skólaakstur.

Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi til tveggja ára með möguleika á framlengingu til tveggja ára, við núverandi skólabílstjóra á grundvelli eldri samnings.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:45.

Margrét Melstað ritaði fundargerð.