- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 438
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Arnþór Pétursson sem sat fundinn í fjarveru Gísla Gunnars Oddgeirssonar. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir hér með að taka lán skv. áður samþykktri fjárfestingaáætlun, hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 25.000.000,- til allt að 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til fjármögnunar framkvæmda ársins, s.s. endurnýjun þaks Grenivíkurskóla, uppsetningu nýrra miðlunartanka við vatnsveitu og lok framkvæmda við sundlaug, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Þresti Friðfinnssyni kt. 260861-2479, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grýtubakkahrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Á haustönn verður boðið upp á mat á föstudögum, var áður nestisdagur. Einnig verður boðið upp á léttan morgunverð sem ekki hefur verið áður. Sveitarstjórn staðfestir breytinguna, gjald skv. gjaldskrá ársins hækkar til samræmis við aukinn fjölda máltíða og verður á haustönn kr. 7.860,- á mánuði.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:15.
Margrét Melstað ritaði fundargerð.