- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 441
Mánudaginn 4. október 2021, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Áður en gengið var til dagskrár var tekið fyrir erindi frá Þórarni Inga Péturssyni, dags. 3. okt. 2021. Hann óskar eftir lausn frá störfum í sveitarstjórn til loka kjörtímabilsins sumarið 2022, vegna starfa sinna sem alþingismaður. Jafnframt óskar hann eftir lausn frá störfum í landbúnaðar- og umhverfisnefnd hreppsins sama tímabil.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og óskar Þórarni til hamingju með kjörið.
Gísli Gunnar Oddgeirsson situr áfram í sæti Þórarins í sveitarstjórn og tekur einnig sæti í landbúnaðar- og umhverfisnefnd sem fyrsti varamaður, hvort tveggja út kjörtímabilið.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Erindi lagt fram.
Pharmarctica óskar eftir stækkun á lóðinni við Lundsbraut 2 skv. framlögðum uppdrætti. Lóðin stækkar úr 2.303 fm. í 4.743 fm. Jafnframt er óskað eftir nýrri aðkomu að lóðinni frá Ægissíðu.
Sveitarstjórn samþykkir erindið í báðum liðum eins og það er fyrir lagt.
Sveitarstjóri, oddviti og varaoddviti mæta á fundinn og oddviti fer með umboð hreppsins.
Lagt fram og umræðu frestað.
Sveitarstjórn ákveður að leita samstarfs við húsnæðisfélagið Bríet um uppbyggingu íbúða á Grenivík. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:06.
Margrét Melstað ritaði fundargerð.