- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 445
Mánudaginn 29. nóvember 2021, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Fundargerð lögð fram.
Fundargerðir lagðar fram.
Í fundargerð frá 19. nóvember, í lið nr. 1 er Vilhjálmi Ísakssyni veitt byggingarleyfi vegna breyttrar skráningar á Hafnargötu 3, Grenivík.
Í fundargerð frá 26. nóvember fær Höfði development ehf., byggingarleyfi vegna nýbyggingar hótels 5600 fm, þriggja starfsmannahúsa gerð A 151,4 fm, tveggja starfsmannahúsa gerð B 108,0 fm, eins starfsmannahúss gerð C 177,7 fm og spennustöðvar 49,0 fm á lóðinni Skælu hótellóð við Grenivík.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja málefnið um kr. 50.000,- og rúmast það innan fjárhagsáætlunar.
Erindi lagt fram, sveitarstjórn samþykkir þjónustusamning við SSNE vegna Áfangastaðastofu Norðurlands.
Lagt fram.
Álagningarhlutfall gjalda hjá Grýtubakkahreppi 2022
Útsvarsprósenta (hámark) 14,52%
Fasteignaskattur A 0,48%
(örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Grýtubakkahrepps)
Fasteignaskattur B (opinberar byggingar) 1,32%
Fasteignaskattur C 1,50%
Vatnsskattur 0,25%
Lóðarleiga af fasteignamati lóða 0,75%
Fráveitugjald/holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar 0,25%
Aukavatnsgjald stórnotenda (fyrirtækja), rúmmálsgjald 18,70 kr/m3
Sorphirðugjald:
Íbúðir á Grenivík og sveitaheimili kr. 34.304.-
Sumarbústaðir utan Grenivíkur kr. 15.947.-
Endurvinnslutunnur eru losaðar á fjögurra vikna fresti og almennt sorp aðra hvora viku.
Sorphirðugjald fyrirtækja (þ.m.t. sveitabýla):
Flokkur 1 kr. 27.994.-
Flokkur 2 kr. 34.304.-
Flokkur 3 kr. 68.492.-
Flokkur 4 kr. 113.583.-
Flokkur 5 kr. 230.603.-
Flokkur 6 kr. 573.641,-
Hreppsnefnd skipar fyrirtækjum í flokka eftir stærð fyrirtækis og magni sorps.
Gjaldtaka fyrir losun seyru:
Rotþrær minni en 3.600 l kr. 9.168.-
Rotþrær 3.600 l og stærri kr. 13.752.-
Gjald fyrir eyðingu dýrahræja, lagt á heildarfjölda hverrar dýrategundar samkv. forðagæsluskýrslu:
Nautgripir 325 kr/grip Sauðfé og geitur 55 kr/grip
Hross 90 kr/grip Grísir 220 kr/grip
Gjalddagar:
7 gjalddagar frá 01.02.2021-01.08.2021fyrir kr. 30.001.- og hærra
2 gjalddagar, 01.04.2021 og 01.06.2021 fyrir kr. 10.001-30.000.-
1 gjalddagi, 01.05.2021 fyrir lægra en kr. 10.000.-
Álagningarhlutföll staðfest. Sveitarstjórn staðfestir gjaldskrár, aðrar gjaldskrár verða birtar á heimasíðu.
Síðari umræðu frestað.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl.20:22.
Margrét Melstað ritaði fundargerð.