- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 446
Mánudaginn 13. desember 2021, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:30.
Fyrir fund fór sveitarstjórn og heimsótti Leikskólann Krummafót, Slökkvistöðina, Björgunarsveitina Ægi og Íþróttafélagið Magna.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram. Sveitarstjórn staðfestir fjárhagsáætlun.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
a. Skipulagslýsing v. íbúðarbyggðar í brekku sunnan Grenivíkurvegar/ Miðgarða.
Kynningu skipulagslýsingar vegna nýs deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði sunnan Miðgarða lauk 10. desember sl. og bárust fimm erindi á kynningartímabilinu. Sveitarstjórn fjallar um innkomin erindi.
Sveitarstjórn samþykkir að hliðra austurmörkum landnotkunarreits 136 ÍB í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins til austurs um u.þ.b. 40 metra eins og lagt er til í erindi Heimis Ásgeirssonar og Ólafar Hjartardóttur og að skipulagsmörk fyrirhugaðs deiliskipulags skuli miðast við svo breyttan landnotkunarreit. Aðalskipulagsbreytingin telst óveruleg sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að öðru leyti felur sveitarstjórn skipulagshönnuði að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við gerð skipulagstillögu.
Oddviti leitar afbrigða til að taka á dagskrá lið b um skipulagsmál. Afbrigði samþykkt.
b. Deiliskipulag við Ægissíðu, Túngötu og Lækjarvelli á Grenivík.
Fyrir fundinum liggja skipulagsgögn deiliskipulags Ægissíðu, Túngötu og Lækjarvalla sem uppfærð hafa verið með hliðsjón af athugasemdum sem fram komu í erindi Skipulagsstofnunar 29. október 2021.
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku deiliskipulagsins.
Erindi frá Sambandinu, uppfærsla svæðisáætlana, dags. 2. des. 2021.
Lagt fram.
Sveitarstjórn hefur þegar tekið ákvörðun um uppfærslu svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á vettvangi SSNE í samstarfi við önnur sveitarfélög á Norðurlandi, sbr. bókun frá 15. nóvember 2021.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn samþykkir að veita Norðurorku framkvæmdaleyfi til borana á rannsóknarholum, enda liggi fyrir samþykki landeigenda.
Ásgeir Tumi Ingólfsson hefur sótt um lóðina Ægissíðu 6 á Grenivík. Afgreiðsla hefur beðið meðan deiliskipulagsvinna kláraðist.
Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni nr. 6 við Ægissíðu til Ásgeirs Tuma Ingólfssonar.
Lykiltölur fjárhagsáætlunar í þús.kr.;
A-hluti sveitarsjóðs: |
||||
2022 |
2023 |
2024 |
2025 |
|
|
|
|
|
|
Rekstrartekjur ........................................ |
483.161 |
492.824 |
504.681 |
514.774 |
Rekstrargjöld ......................................... |
(488.461) |
(499.114) |
(510.633) |
(519.915) |
Fjármagnsliðir ....................................... |
1.523 |
553 |
65 |
66 |
Rekstrarniðurstaða |
(3.777) |
(5.737) |
(5.888) |
(5.075) |
Samstæða A og B hluti: |
||||
2022 |
2023 |
2024 |
2025 |
|
|
|
|
|
|
Rekstrartekjur ........................................ |
662.118 |
675.360 |
690.868 |
704.685 |
Rekstrargjöld ......................................... |
(659.381) |
(672.554) |
(686.765) |
(699.635) |
Fjármagnsliðir ....................................... |
2.161 |
1.204 |
728 |
743 |
Rekstrarniðurstaða |
4.898 |
4.011 |
4.831 |
5.792 |
|
||||
Lykiltölur úr sjóðstreymi: |
|
|||
Veltufé frá rekstri ................................. |
27.898 |
31.990 |
41.003 |
42.774 |
Handbært fé frá rekstri ........................ |
34.675 |
28.888 |
37.893 |
39.679 |
Fjárfestingarhreyfingar ........................ |
(22.537) |
(37.000) |
(15.000) |
(23.000) |
Fjármögnunarhreyfingar ...................... |
275 |
2.608 |
(18.725) |
(18.725) |
Handbært fé í árslok ............................ |
15.979 |
10.475 |
14.642 |
12.596 |
|
||||
Aðrar lykiltölur: |
|
|||
Eiginfjárhlutfall ..................................... |
57,5% |
57,2% |
58,4% |
59,3% |
Skuldaviðmið ......................................... |
41,3% |
42,2% |
38,9% |
37,0% |
Fjárhagsáætlunin samþykkt.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl.19:50.
Margrét Melstað ritaði fundargerð.