- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 447
Mánudaginn 10. janúar 2022, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram. Henni fylgdi erindi frá formanni nefndarinnar þar sem m.a. er eftirfarandi tillaga til sveitarstjórna:
Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar verði uppfærðar þannig að í stað tveggja manna eigi hvert sveitarfélag einn mann í nefndinni. Laun formanns verði hálf laun formanns í stórri nefnd/ ráði hjá Akureyrarbæ.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Með bréfi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis dags. 23. des. 2021, er boðuð úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2021/2022 og koma 156 þorskígildistonn í hlut Grýtubakkahrepps. Jafnframt er óskað eftir sérreglum sveitarstjórna og bókar sveitarstjórn Grýtubakkahrepps eftirfarandi er varðar sérreglur við úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu;
Þar sem afla Grenivíkurbáta er almennt landað annarsstaðar og ekið til vinnslu á Grenivík, samþykkir sveitarstjórn að eftirfarandi sérreglur gildi um úthlutun byggðakvóta hreppsins:
1/3 hluta kvótans skal deila jafnt milli þeirra skipa sem sækja um byggðakvóta og eiga heimahöfn í Grýtubakkahreppi.
2/3 hlutum kvótans, skal skipta í hlutfalli við úthlutað aflamark sömu skipa fiskveiðiárið 2021/2022
Að öðru leyti fer eftir reglugerð um úthlutun byggðakvóta nr. 995/2021 og lögum um stjórn fiskveiða.
Sveitarstjórn tekur fremur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti, að því gefnu að önnur sveitarfélög séu sama sinnis og að stuðningi verði deilt niður miðað við íbúafjölda sveitarfélaganna. Endanlegri afgreiðslu frestað þar sem afstaða sveitarfélaganna er enn óljós.
Haraldur Níelsson skilar inn sérbókun og vill hafna erindinu.
Farið yfir drög að gjaldskrá fyrir útselda þjónustu Slökkviliðs Grýtubakkahrepps og einnig viðbætur við gjaldskrá þjónustumiðstöðvar. Vísað til síðari umræðu.
Reglur um frístundastyrk 2022 staðfestar. Upphæð styrks er kr. 30.000,- pr. barn á grunnskólaaldri.
Húsnæðisstuðningur verður áfram 50% af leigu, þó að hámarki kr. 25.000,- á mánuði.
Oddviti leitar afbrigða til að taka á dagskrá fundarlið nr. 13. Afbrigði samþykkt.
Hótel á Skælu – starfsmannabúðir
Fyrir fundinum liggur erindi frá Höfða Development þar sem óskað er eftir byggingarheimild fyrir starfsmannabúðir fyrir 60 starfsmenn á gamla malarvellinum á Grenivík. Svæðið sem um ræðir er í eigu Grýtubakkahrepps og ekki er deiliskipulag í gildi á svæðinu. Erindinu fylgir afstöðumynd frá Ými ráðgjöf og grunnmynd frá Terra einingum dags. 15.12.2021.
Sveitarstjórn vísar málinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt sé að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir að ekki sé gerð athugasemd við áformin sem um ræðir. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt. Sveitarstjórn áréttar að afla skuli umsagnar Vinnueftirlitsins og Heilbrigðisteftirlits Norðurlands eystra vegna veitingar byggingarheimildarinnar og að leyfishafi skuli hafa fjarlægt búðirnar að fullu af svæðinu að 24 mánuðum liðnum.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:52.
Margrét Melstað ritaði fundargerð