Sveitarstjórnarfundur nr. 450

28.02.2022 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 450

Mánudaginn 28. febrúar 2022, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á fjarfundi, skv. heimild í sveitarstjórnarlögum og skv. auglýsingu ráðherra, dags. 2. febrúar 2022.

Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson, Gísli Gunnar Oddgeirsson og Sigrún Björnsdóttir sem mætir í fjarveru Fjólu V. Stefánsdóttur.

Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð 35. afgreiðslufundar SBE, dags. 17. feb. 2022.

Fundargerðin lögð fram.

  1. Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, boð á fundi um stefnumótun, dags. 23. feb. 2022.

Lagt fram.

  1. Frá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga, um almennt eftirlit, dags. 22.02.2022.

Lagt fram.

  1. Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, minnisblað um lífeyrisskuldb., dags. 23. feb. 2022.

Lagt fram.

  1. Erindi frá SSNE, skipun fulltrúa í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu, dags. 13. feb. 2022.

Sveitarstjórn skipar Þröst Friðfinnsson eða Margréti Melstað í starfshópinn fyrir Grýtubakkahrepp.

  1. Erindi frá SSNE, kynningarefni fyrir landshlutann, N4, dags. 24. feb. 2022.

Sveitarstjórn samþykkir erindið eins og það er lagt fyrir og mun taka þátt í þessu verkefni. Framlag Grýtubakkahrepps er kr. 79.800,- og rúmast innan fjárhagsáætlunar.

  1. Erindi frá Lions hreyfingunni og blindrafélaginu, ódagsett í febrúar 2022.

Sveitarstjórn hafnar erindinu.

  1. Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, vefráðstefna um loftslagsmál, dags. 25. feb. 2022.

Lagt fram.

  1. Samningur milli Slökkviliðs Grýtubakkahrepps og Brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, dags. 22.02.2022.

Sveitarstjórn staðfestir samninginn sem snýst um gagnkvæma aðstoð slökkviliðanna.

  1. Ánægjukönnun íbúa Grýtubakkahrepps.

Sveitarstjórn þakkar íbúum fyrir góða þátttöku og gagnlegar ábendingar. Sveitarstjórn telur niðurstöður góðar og að ábendingar muni nýtast sveitarstjórnum vel á næstu misserum. Niðurstöður verða birtar á heimasíðu hreppsins, www.grenivik.is .

Fleira ekki tekið fyrir og fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:54.

Fundargerð ritaði Þröstur Friðfinnsson.