- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 453
Mánudaginn 11. apríl 2022, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Gunnar B. Pálsson, Gísli Gunnar Oddgeirsson og Sigrún Björnsdóttir sem mætti í fjarveru Haraldar Níelssonar. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram. Sveitarstjórn staðfestir skóladagatal TE fyrir skólaárið 2022-2023.
Fundargerð lögð fram. Í lið nr.1 er Thomas Martin Seiz veitt byggingarleyfi vegna nýbyggingar tveggja einbýlishúsa á lóðinni Ægissíðu 14, Grenivík.
a. Höfðagata 1A, bílskúr.
Birgir Már Birgisson og Brynhildur Jóna Helgadóttir, Höfðagötu 1A Grenivík, hafa sótt um byggingarleyfi vegna bílgeymslu sem byggja á vestan við íbúð þeirra við Höfðagötu 1A. Fyrirhuguð bílgeymsla nær nokkuð út fyrir byggingarreit sem afmarkaður var við veitingu byggingarleyfis vegna íbúðarhússins árið 2012 og hefur skipulags- og byggingarfulltrúi farið fram á umsögn sveitarstjórnar um erindið.
Sveitarstjórn vísar málinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningarinnar ef allir hagsmunaaðilar lýsi því skriflega yfir að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili telst erindið samþykkt.
Oddviti leitar afbrigða til að taka á dagskrá lið b. Afbrigði samþykkt.
b. Ægissíða 37.
Skv. deiliskipulagi Ægissíðu, Lækjarvalla og Túngötu er gert ráð fyrir nýrri lóð við gatnamót Lækjarvalla og Ægissíðu sem bera mun staðfangið Ægissíða 37. Það staðfang ber í dag geymslu/verkstæðishús sem stendur norðan/austan við fyrirhugaða lóð.
Sveitarstjórn samþykkir að staðfangi lóðarinnar sem nú er Ægissíða 37 (landeignarnr. L153144) skuli breytt í Ægissíðu 39.
Lagt fram.
Sveitarstjórn staðfestir Húsnæðisáætlun Grýtubakkahrepps 2022.
Kjörskrá hefur nú verið yfirfarin og staðfest af sveitarstjóra og oddvita og hún er nú lögð fram. Hún verður opin til skoðunar á skrifstofu Grýtubakkahrepps fram að kosningadegi, 14. maí 2022.
Sveitarstjórn óskar eftir því að utankjörfundaratkvæðagreiðsla verði haldin á skrifstofu hreppsins og að sýslumaður skipi kjörstjóra í því skyni. Jafnframt er óskað eftir möguleika á hreyfanlegum kjörstað, þannig að mögulegt verði að greiða atkvæði utan kjörfundar á hjúkrunarheimilinu Grenilundi ef þörf verður á.
Óskir þessar eru settar fram til sýslumanns í samræmi við kosningalög nr. 112/2021, með vísan í grein nr. 69.
Engir framboðslistar hafa komið fram í hreppnum og verður kosning því óhlutbundin.
Sveitarstjórn hvetur Alþingi til að yfirfara og breyta nú þegar ákvæðum um hæfi kjörstjórnarmanna í kosningalögum, þannig að öllum vafa um framkvæmd og lögmæti sveitarstjórnarkosninga sé eytt.
Lagt fram.
Lagt fram.
Lagt fram.
Lagt fram.
Málin yfirfarin. Sveitarstjóra falið að skila inn umsögn.
Fleira ekki tekið fyrir og fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:24.
Fundargerð ritaði Margrét Melstað.