- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Mánudaginn 23. maí 2022, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Fjóla V. Stefánsdóttir, Margrét Melstað, Haraldur Níelsson, Gunnar B. Pálsson og Gísli Gunnar Oddgeirsson. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
a. Umsókn um byggingarleyfi fyrir útistofu að Lækjarvöllum 11.
Fyrir fundinum liggur erindi frá Hreini Skúla Erhardssyni og Erica Patricia Rivera Rodriguez sem óska eftir samþykki sveitarstjórnar við viðbyggingu við íbúðarhúsið að Lækjarvöllum 11. Erindinu fylgja uppdrættir frá Valbirni Vilhjálmssyni dags. 10. maí 2022.
Sveitarstjórn telur að áformin kalli á breytingu á gildandi deiliskipulagi Ægissíðu, Lækjarvalla og Túngötu sem gildi tók 13. janúar 2022. Sveitarstjórn telur að breytingin teljist óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 44. gr. sömu laga. Heimilt sé að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu telst erindið samþykkt.
b. Lóðarumsókn, Höfðagata 10
Einir Heiðarsson kt. 240878-5859 og Ingibjörg Þorvaldsdóttir 290978-4329 sækja um lóðina Höfðagötu 10 til byggingar á íbúðarhúsi. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni nr. 10 við Höfðagötu á Grenivík til þeirra Einis og Ingibjargar.
c. Lóðarumsókn, Höfðagata 11
Kara Eik Sigþórsdóttir kt. 030597-3039 sækir um lóðina Höfðagötu 11 til byggingar á íbúðarhúsi. Sveitarstjórn frestar afgreiðslu til næsta fundar.
Sveitarstjórn staðfestir Brunavarnaráætlun Grýtubakkahrepps 2022 – 2027.
Lagt fram.
Fleira ekki tekið fyrir og fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:31.
Fundargerð ritaði Margrét Melstað.