- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Mánudaginn 30. maí 2022, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík.
Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar, eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Fjóla Valborg Stefánsdóttir, starfsaldursforseti sveitarstjórnar, stýrði kjöri oddvita og varaoddvita. Gísli Gunnar Oddgeirsson var kjörinn oddviti sveitarstjórnar á þessu kjörtímabili og Þorgeir Rúnar Finnsson kjörinn varaoddviti sveitarstjórnar.
Fundargerðir lagðar fram og staðfestar.
Skýrsla lögð fram.
Oddviti og sveitarstjóri skrifuðu undir ráðningarsamning til loka kjörtímabils. Sveitarstjórn staðfesti framlagðan ráðningarsamning við Þröst Friðfinnsson.
Fjóla V. Stefánsdóttir er kjörinn fulltrúi sveitarfélagsins á þingið og Gísli Gunnar Oddgeirsson til vara.
a. Lóðarumsókn, Höfðagata 11, framhald umræðu.
Kara Eik Sigþórsdóttir kt. 030597-3039 sækir um lóðina Höfðagötu 11 til byggingar á íbúðarhúsi.
Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðinni til Köru. Þar sem lóðin er hluti lands sem er bundið erfðafestuleigu, er sveitarstjóra falið að ganga frá innlausn hennar og gera síðan lóðarleigusamning við Köru þegar innlausn er frágengin.
b. Aðalskipulag Grýtubakkahrepps.
Rætt um aðalskipulag Grýtubakkahrepps 2010-2022. Komið er að endurskoðun aðalskipulags og voru ræddar leiðir í þeim efnum. Umræðu frestað.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerðin lögð fram. Tillögur nefndarinnar um upprekstrardaga eru svohljóðandi:
Bændur eru hvattir til að gæta hófs við upprekstur og sleppingar og að bændur láti vita sín á milli hvenær þeir hyggist fara með fé sitt hvort heldur sem er rekstur eða keyrslu svo þeir séu ekki að fara á sama tíma.
Sveitarstjórn staðfestir tillögurnar.
Erindi lagt fram.
Sveitarstjóri fór yfir rekstur og stöðu á fjármálum sveitarfélagsins.
Fleira ekki tekið fyrir og fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:50.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson.