Sveitarstjórnarfundur nr. 461

05.09.2022 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 461

Mánudaginn 5. september 2022, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 26. ágúst 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar SSNE, dags. 17. ágúst 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Norðurorku, dags. 30. ágúst 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 17. ágúst 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð samráðsfundar Menntamálaráðherra dags. 16. ágúst 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Samstarf sveitarfélaga við N4, samningsdrög, framh. umræðu.

Sveitarstjórn samþykkir framlögð samningsdrög þar sem gert er ráð fyrir að Grýtubakkahreppur greiði 146.952 kr., að því gefnu að önnur sveitarfélög standi einnig að samningnum.

  1. Bókun byggðaráðs Skagafjarðar um málefni fatlaðs fólks, dags. 24. ágúst 2022.

Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðaráðs Skagafjarðar og lýsir yfir áhyggjum af langvarandi hallarekstri á málaflokknum.

  1. Skipulagsmál.

a.  Erindi frá Lindu Rakel Jónsdóttur, framlenging stöðuleyfis, dags. 22. ágúst 2022.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

Oddviti leitar afbrigða til að taka á dagskrá lið b. undir skipulagsmál.

Afbrigði samþykkt.

b.  Umsókn frá N1 um framkvæmdaleyfi fyrir tilfærslu bensínstöðvar.

Fyrir fundinum liggja uppdrættir frá Svavari M. Sigurjónssyni hjá Verkhof dags. 14. júlí 2022 sem sýna breytt skipulag baklóðar við Túngötu 3 vegna flutnings eldsneytistanks og dælna sem N1 starfrækir á lóðinni. Sótt er um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdanna. Erindinu fylgir jákvæð umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

  1. Erindi frá nemendum í félagsráðgjöf við HÍ, ósk um stuðning við fjarnám, dags. 22. ágúst 2022.

Sveitarstjórn telur mikilvægt að fjarnám á háskólastigi sé aukið eins og kostur er, enda jafnar það aðstöðu íbúa um allt land til náms.

  1. Erindi frá Sambandinu og Múlaþingi, Samstarf sveitarfélaga um umdæmisráð barnaverndar, dags. 22. ágúst og 2. september 2022.

Sveitarstjórn samþykkir að standa að umdæmisráði barnaverndar með öðrum sveitarfélögum á landsbyggðinni líkt og lagt er til í erindinu. Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra umboð til vinna að framgangi málsins og í framhaldinu undirrita samning fyrir hönd sveitarfélagsins.

  1. Erindi frá Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneyti og Sambandinu, nýting vindorku – stefnumótun, dags. 23. ágúst og 31. ágúst 2022.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá umsögn sveitarfélagsins í takt við umræður á fundinum.

  1. Frá SSNE, samstarf sveitarfélaga í úrgangsmálum, hringrásarhagkerfið, dags. ágúst/sept 2022.

Sveitarstjórn skipar sveitarstjóra, oddvita og forstöðumann véla og veitna, í starfshóp til að vinna að samstarfi sveitarfélaga í úrgangsmálum. Gunnar B. Pálsson er varamaður í starfshópnum.

  1. Boð á aukaþing SSNE, haldið 23. september 2022.

Inga María Sigurbjörnsdóttir aðalfulltrúi og Fjóla Valborg Stefánsdóttir varafulltrúi sækja fundinn fyrir hönd Grýtubakkahrepps.

  1. Boð á aðalfund SBE, haldinn 6. september 2022.

Þröstur Friðfinnsson sækir fundinn fyrir hönd Grýtubakkahrepps.

  1. Boð á aðalfund Flokkunar, haldinn 13. september 2022.

Þröstur Friðfinnsson sækir fundinn fyrir hönd Grýtubakkahrepps.

  1. Boð á landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga, haldinn 15. september 2022.

Erindi lagt fram.

  1. Erindisbréf nefnda Grýtubakkahrepps, yfirferð.

Sveitarstjórn hefur yfirfarið erindisbréf og staðfestir þau fyrir eftirtaldar nefndir Grýtubakkahrepps:

Bókasafnsnefnd

Fræðslu- og æskulýðsnefnd

Félagsmála- og jafnréttisnefnd

Landbúnaðar- og umhverfisnefnd

  1. Siðareglur kjörinna fulltrúa Grýtubakkahrepps, yfirferð.

Sveitarstjórn staðfestir siðareglur kjörinna fulltrúa Grýtubakkahrepps óbreyttar.

  1. Skipun í ungmennaráð Grýtubakkahrepps, 2022/2023.

Eftirtaldir skipaðir í ungmennaráð Grýtubakkahrepps 2022/2023:

Aðalmenn:

Karen Fatima Róbertsdóttir

Marsibil Anna Snædahl Árnadóttir

Olgeir Máni Bjarnason

Ólína Helga Sigþórsdóttir

Pétur Þór Arnþórsson

Varamenn:

Sigurður Einar Þorkelsson

Sigurlaug Birna Sigurðardóttir

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:19.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson