Sveitarstjórnarfundur nr. 463

03.10.2022 00:00

Sveitarstjórnarfundur nr. 463

Mánudaginn 3. október 2022, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.

Fundurinn hófst kl. 17:00.

Gjörðir fundarins voru þessar:

  1. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs – hringrásarhagkerfið.

Smári Jónas Lúðvíksson verkefnisstjóri hjá SSNE mætti á fundinn og Stefán Gíslason hjá Environice var í fjarfundi. Farið var yfir drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi og þær miklu breytingar sem framundan eru í úrgangsmálum hvað varðar söfnun, meðhöndlun og gjaldtöku.

  1. Fundargerð aðalfundar Flokkunar Eyjafjarðar, dags. 20. sept. 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð 46. afgreiðslufundar SBE, dags. 19. sept 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, dags. 20. sept. 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar, dags. 28. sept. 2022.

Fundargerð lögð fram.

  1. Boð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, haldinn 12. okt. 2022.

Þröstur Friðfinnsson sækir fundinn fyrir hönd Grýtubakkahrepps.

  1. Boð á aðalfund Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, haldinn 12. okt. 2022.

Gísli Gunnar Oddgeirsson og Þröstur Friðfinnsson sækja fundinn fyrir hönd Grýtubakkahrepps. Gísli Gunnar fer með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

  1. Boð á ráðstefnu „Samtaka um hringrásarhagkerfið“ haldin 7. okt. 2022.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá leikskólanum Krummafæti, tilfærsla starfsdaga á leikskóladagatali, dags. 30. sept. 2022.

Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til Fræðslu- og æskulýðsnefndar.

  1. Erindi frá Unicef, v. ungmennaráðs, dags. 28. sept. 2022.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands, ályktun um skipulag og framkvæmdaleyfi, dags. 22. sept. 2022.

Erindi lagt fram.

  1. Erindi frá FA, Húseigendafélaginu og Landssambandi eldri borgara, áskorun vegna hækkunar fasteignamats, dags. 21. sept. 2022.

Erindi lagt fram. Málið verður skoðað við gerð fjárhagsáætlunar.

  1. Velferðarmál og farsæld barna, samstarf sveitarfélaga.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna áfram í samstarfi við nágrannasveitarfélögin að framgangi málsins. Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra umboð til þess að ganga til samninga við ráðgjafarfyrirtæki um að vinna að undirbúningi og skipulagningu verkefnisins.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:00.

Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson