- Þjónusta
- Mannlífið
- Stjórnsýsla
Sveitarstjórnarfundur nr. 468
Mánudaginn 5. desember 2022, kom sveitarstjórn Grýtubakkahrepps saman til fundar á skrifstofu hreppsins að Túngötu 3 á Grenivík. Eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir; Gísli Gunnar Oddgeirsson, Þorgeir Rúnar Finnsson, Fjóla V. Stefánsdóttir, Gunnar B. Pálsson og Inga María Sigurbjörnsdóttir. Einnig sat sveitarstjóri fundinn.
Fundurinn hófst kl. 17:00.
Gjörðir fundarins voru þessar:
Álagningarhlutfall gjalda hjá Grýtubakkahreppi 2023:
Útsvarsprósenta (hámark) 14,52%
Fasteignaskattur A 0,48%
(örorku- og ellilífeyrisþegar fá afslátt samkvæmt reglum Grýtubakkahrepps)
Fasteignaskattur B (opinberar byggingar) 1,32%
Fasteignaskattur C 1,50%
Vatnsskattur 0,20%
Lóðarleiga af fasteignamati lóða 0,75%
Fráveitugjald/holræsagjald af fasteignamati húss og lóðar 0,25%
Aukavatnsgjald stórnotenda (fyrirtækja), rúmmálsgjald 19,50 kr/m3
Sorphirðugjald:
Íbúðir á Grenivík og sveitaheimili kr. 45.738.-
Sumarbústaðir utan Grenivíkur kr. 21.263.-
Endurvinnslutunnur eru losaðar á fjögurra vikna fresti og almennt sorp aðra hvora viku.
Sorphirðugjald fyrirtækja (þ.m.t. sveitabýla):
Flokkur 1 kr. 37.324.-
Flokkur 2 kr. 45.738.-
Flokkur 3 kr. 91.321.-
Flokkur 4 kr. 151.440.-
Flokkur 5 kr. 426.616.-
Flokkur 6 kr. 762.943,-
Sveitarstjórn skipar fyrirtækjum í flokka eftir stærð fyrirtækis og magni sorps.
Gjaldtaka fyrir losun seyru:
Rotþrær minni en 3.600 l kr. 10.176.-
Rotþrær 3.600 l og stærri kr. 15.265.-
Gjald fyrir eyðingu dýrahræja, lagt á heildarfjölda hverrar dýrategundar samkv. forðagæsluskýrslu:
Nautgripir 361 kr/grip
Sauðfé og geitur 61 kr/grip
Hross 100 kr/grip Grísir 244 kr/grip
Gjalddagar:
8 gjalddagar frá 01.02.2023-01.09.2023 fyrir kr. 30.001.- og hærra
2 gjalddagar, 01.04.2023 og 01.06.2023 fyrir kr. 10.001-30.000.-
1 gjalddagi, 01.05.2023 fyrir lægra en kr. 10.000.-
Vegna mikillar hækkunar á fasteignamati milli ára, sérstaklega á íbúðarhúsnæði á Grenivík, er til mildunar hækkunaráhrifa á gjöld, lækkuð álagningarprósenta vatnsskatts úr 0,25% í 0,20% af fasteignamati. Einnig er gjalddögum fasteignagjalda fjölgað úr 7 í 8.
Sveitarstjórn staðfestir framangreind álagningarhlutföll og gjöld fyrir árið 2023.
Sveitarstjórn staðfestir jafnframt aðrar gjaldskrár og verða þær birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Síðari umræðu frestað.
Níels Guðmundsson endurskoðandi hjá Enor mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
Skýrsla lögð fram.
Sveitarstjórn samþykkir að framlengja ákvæði um niðurfellingu á gatnagerðargjöldum við tilbúnar götur á Grenivík þannig; Að lóðir sem sótt er um fyrir árslok 2022 við tilbúnar götur á Grenivík beri ekki gatnagerðargjöld, enda sé framkvæmdatími í samræmi við skilmála í lóðarleigusamningi.
Sveitarstjórn er reiðubúin að ganga til viðræðna við ADHD samtökin um mögulegt samstarf.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja málefnið um kr. 60.000,- og rúmast það innan fjárhagsáætlunar.
a. Frá Kvennaathvarfi.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið á Akureyri um kr. 50.000,- á árinu 2023 og verður gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins.
b. Frá Aflinu.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Aflið um kr. 50.000,- á árinu 2023 og verður gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 21:31.
Fundargerð ritaði Þorgeir Rúnar Finnsson